Nýja byggðin á Hafnartorgi að taka á sig endanlega mynd Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 21:35 Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar. Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira