Sergio Ramos lyfti Evrópubikarnum eftir 1-4 sigur Real Madrid á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Þetta er þriðja sinn á fjórum árum sem Ramos verður Evrópumeistari með Real Madrid. Þáttur hans í þessum þremur Evrópumeistaratitlum er ekki lítill en hann skoraði t.a.m. í úrslitaleikjunum gegn Atlético Madrid 2014 og 2016.
„Við erum ótrúlega stoltir af þessu liði,“ sagði Ramos og gerðist svo skáldlegur.
„Við áttum stefnumót við söguna. Við vildum virkilega vinna þetta og afreka það sem engum hafði áður tekist; að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð,“ bætti Ramos við.
Ramos hefur verið í yfirvinnu við að lyfta bikurum síðan hann tók við fyrirliðabandinu hjá Real Madrid af Iker Casillas sumarið 2015.
Á þessum þremur árum hefur Real Madrid tvívegis unnið Meistaradeildina, einu sinni orðið spænskur meistari, unnið heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar Evrópu.
Ramos: Áttum stefnumót við söguna

Tengdar fréttir

Mögnuð markatölfræði Ronaldos
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann Juventus, 1-4, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Sjáðu mörkin úr úrslitaleiknum í Cardiff | Myndband
Real Madrid varð í kvöld Evrópumeistari í tólfta sinn í sögu félagsins eftir 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik á Þúsaldarvellinum í Cardiff.

Ronaldo skoraði tvö þegar Real Madrid varð Evrópumeistari annað árið í röð
Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis þegar Real Madrid vann 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Þúsaldarvellinum í Cardiff í kvöld.

Buffon: Þeir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik
Gianluigi Buffon gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að Juventus tapaði 1-4 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.