Hægt að gista fyrir 2.745 krónur í bílskotti í Grafarvogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 11:07 Er þetta ekki bara nokkuð kósí? mynd/airbnb Á bókunarsíðunni AirBnb býðst ferðamönnum að bóka gistingu í bílskotti í Grafarvogi fyrir 21 pund nóttina eða sem samsvarar 2.745 krónum á gengi dagsins. Í bílnum er dýna fyrir tvo og geta gestir tekið með sér svefnpoka eða notað sængur sem eru í bílnum. Sérstaklega er tekið fram í auglýsingunni að aðeins sé hægt að gista í bílnum; það sé ekki hægt að keyra hann og þá er enginn miðstöð í bílnum til að hita hann upp. Hins vegar má hlaða farsímann í bílnum og þá er frítt þráðlaust internet í boði. Ekkert klósett er auðvitað í bílnum en á bókunarsíðunni er bent á það að í aðeins 500 metra fjarlægð sé indælis bensínstöð þar sem hægt er að fá sér kaffi auk þess sem sundlaug er í 900 metra fjarlægð. Það er bannað að reykja inni í bílnum og hafa með sér gæludýr og þá má ekki halda þar partý. Hægt er að leigja sér fleiri bíla til að gista í hér á landi inni á AirBnb en þeir eiga það allir sameiginlegt, öfugt við bílinn í Grafarvogi, að þá má keyra um landið enda er þar um að ræða húsbíla í allflestum tilfellum. AirBnb hefur svo sannarlega færst í aukana hér á landi með auknum straumi ferðamanna en það er vissulega nýstárlegt að bjóða upp á gistingu í skotti á bíl sem ekki er hægt að keyra. Bóka má gistingu í skottinu hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Borgin vill samstarf við Airbnb Starfshópur Reykjavíkurborgar leggur til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við Airbnb. Markmiðið er að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. 17. júní 2017 07:00 Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. 30. maí 2017 21:15 Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Á bókunarsíðunni AirBnb býðst ferðamönnum að bóka gistingu í bílskotti í Grafarvogi fyrir 21 pund nóttina eða sem samsvarar 2.745 krónum á gengi dagsins. Í bílnum er dýna fyrir tvo og geta gestir tekið með sér svefnpoka eða notað sængur sem eru í bílnum. Sérstaklega er tekið fram í auglýsingunni að aðeins sé hægt að gista í bílnum; það sé ekki hægt að keyra hann og þá er enginn miðstöð í bílnum til að hita hann upp. Hins vegar má hlaða farsímann í bílnum og þá er frítt þráðlaust internet í boði. Ekkert klósett er auðvitað í bílnum en á bókunarsíðunni er bent á það að í aðeins 500 metra fjarlægð sé indælis bensínstöð þar sem hægt er að fá sér kaffi auk þess sem sundlaug er í 900 metra fjarlægð. Það er bannað að reykja inni í bílnum og hafa með sér gæludýr og þá má ekki halda þar partý. Hægt er að leigja sér fleiri bíla til að gista í hér á landi inni á AirBnb en þeir eiga það allir sameiginlegt, öfugt við bílinn í Grafarvogi, að þá má keyra um landið enda er þar um að ræða húsbíla í allflestum tilfellum. AirBnb hefur svo sannarlega færst í aukana hér á landi með auknum straumi ferðamanna en það er vissulega nýstárlegt að bjóða upp á gistingu í skotti á bíl sem ekki er hægt að keyra. Bóka má gistingu í skottinu hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Borgin vill samstarf við Airbnb Starfshópur Reykjavíkurborgar leggur til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við Airbnb. Markmiðið er að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. 17. júní 2017 07:00 Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. 30. maí 2017 21:15 Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Borgin vill samstarf við Airbnb Starfshópur Reykjavíkurborgar leggur til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við Airbnb. Markmiðið er að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. 17. júní 2017 07:00
Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. 30. maí 2017 21:15
Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent