Borgin vill samstarf við Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Íbúðagisting hefur aukist verulega í Reykjavík undanfarin ár, samhliða auknum ferðamannastraumi til landsins. Vísir/Anton Brink Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira