Borgin vill samstarf við Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Íbúðagisting hefur aukist verulega í Reykjavík undanfarin ár, samhliða auknum ferðamannastraumi til landsins. Vísir/Anton Brink Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira