Innlent

Daníel Arnarsson nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Daníel Arnarsson er nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Daníel Arnarsson er nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Samtökin '78
Daníel Arnarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Hann mun taka við af fráfarandi framkvæmdastjóra samtakanna, Helgu Baldvinsdóttur, í ágúst næstkomandi.

Í frétt á vef Samkanna '78 kemur fram að Daníel Arnarsson hefur nýlokið námi við Háskóla Íslands en hann útskrifast þaðan með BA gráðu í félagsfræði. Daníel hefur verið virkur í félagastarfi síðan 2007, bæði í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði sem og í Samtökunum '78. Hann hefur tekið þátt í ungliðastarfi og kosningabaráttu árin 2009, 2013 og 2016 og er jafnframt varaþingmaður fyrir VG og situr í stjórn hennar. Daníel er vel kunnugur rekstri en hann var framkvæmdastjóri VG frá 2014-2016 og rak áður kaffihús Te & Kaffi ásamt öðrum.

Hann hefur einnig mikinn áhuga á mannréttindabaráttu og sat í trúnaðarráði Samtakanna '78 frá mars 2015 til september 2016.

Ráðning Daníels tekur gildi að loknum uppsagnarfrests fyrirrennara hans, Helgu Baldvinsdóttur, en hún sagði starfi sínu hjá félaginu lausu á síðasta ári.

Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×