Belgískir fjölmiðlar segja að maður með sprengibelti hafi verið á lestarstöðinni en talsmaður lögregla segir að ekki stafi hætta af honum lengur.
Aðaltorg borgarinnar, Grand Place, var einnig rýmt.
Alls létust 32 í hryðjuverkaárásum í borginni í mars 2016 og hefur lögregla verið með mikill viðbúnað í borginni síðan.
Uppfært 20:45:
Saksóknarar í Brussel segja að ekkert bendi til að einhver hafi særst eða látið lífið í atvikinu sem átti sér stað á lestarstöðinni. Einn maður var skotinn af öryggislögreglu eftir að lítil sprenging varð á stöðinni. Ekki liggur fyrir um ástand mannsins sem var skotinn.
Uppfært 21:28:
Saksóknarar í Brussel segja að um hafi verið að ræða tilraun til hryðjuverkaárásar.