Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnaði sigri í kosningum til stjórnlagaþings um helgina. Alþjóðasamfélagið gagnrýnir úrslitin harðlega. vísir/afp Nicolas Maduro, forseti Venesúela, lýsti í gær yfir sigri í kosningum til nýs stjórnlagaþings sem alþjóðasamfélagið og fjölmargir Venesúelabúar hafa sagt að sé meiriháttar aðför að mannréttindum og lýðræði í landinu. Stjórnarandstæðingar í Venesúela hvöttu í gær íbúa landsins til þess að fjölmenna út á götur og mótmæla niðurstöðum kosninganna sem haldnar voru á sunnudag. Sigur Maduros í kosningunum gerir það að verkum að ríkisstjórn hans mun, að öðru óbreyttu, geta skipað nýtt 545 manna stjórnlagaþing sem mun koma í stað núverandi þings sem stjórnarandstæðingar stýra. Nýja stjórnlagaþingið mun fá umboð til að skrifa stjórnarskrá landsins upp á nýtt. Maduro sagði í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær að stjórnlagaþingið myndi stuðla að auknum friði í landinu í kjölfar mikilla átaka og óeirða á undanförnum mánuðum og árum. Andstæðingar stjórnar Maduros sniðgengu hins vegar kosningarnar og hvöttu landsmenn til að gera slíkt hið sama. Þeir sögðu að það eina sem Maduro hefði í huga væri að nota stjórnlagaþingið sem átyllu til þess að auka völd sín. Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmdi kosningarnar og sagði í sérstakri yfirlýsingu að þeim væri aðeins ætlað að „leysa af hólmi þing réttkjörinna fulltrúa og grafa undan rétti Venesúelabúa til þess að ráða yfir sér sjálfum“. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tók enn sterkar til orða og sagði kosningarnar enn eitt skref Maduros í einræðisátt.Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsinsvísir/epaFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum af niðurstöðum kosninganna. „Atburðir síðustu daga hafa aukið áhyggjur Evrópusambandsins af því að lýðræði í Venesúela fari hnignandi,“ sagði Mina Andreeva, talskona framkvæmdastjórnarinnar, í samtali við fjölmiðla í gærmorgun. Hún bætti við að framkvæmdastjórnin gæti ómögulega viðurkennt úrslit kosninganna. Stjórnlagaþingið væri auk þess ekki til þess fallið að leysa þann mikla samfélagslega og pólitíska vanda sem við væri að etja í landinu. „Það er mikill sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela, Suður-Ameríku og í heiminum öllum þegar alþjóðasamningar, stjórnarskrá landsins og það sem skiptir mestu máli, vilji fólksins, er allt saman virt að vettugi,“ sagði Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins. Hörð og mikil mótmæli geisuðu vítt og breitt um Venesúela alla helgina. Létu tíu manns lífið í átökum á kosningadag, þar á meðal tvö ungmenni og einn hermaður. Kosningastjórnin tók fram að yfir átta milljónir manna, eða um 41,53 prósent þeirra sem hefðu kosningarétt, hefðu greitt atkvæði á sunnudaginn. Maduro fullyrti að það væri „mesta kosningaþátttaka í sögu byltingarinnar“ og átti þá við þau átján ár sem liðin eru síðan forveri hans, Hugo Chavez, komst fyrst til valda árið 1999. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar dregið fullyrðingu kosningastjórnarinnar í efa. Þannig sagði leiðtogi þeirra, Henrique Capriles, að kosningaþátttakan hefði verið minni en fimmtán prósent. Fjölmiðlar hafa auk þess bent á að afar tómlegt hafi verið um að litast á flestum kjörstöðum mest allan daginn. Samkvæmt skoðanakönnunum kenna um 86 prósent Venesúelabúa ríkisstjórn Maduros um ástandið sem ríkt hefur í landinu undanfarin ár. Skortur er á meira en áttatíu prósentum af öllum helstu nauðsynjavörum, þar á meðal matvælum og lyfjum, og hefur skorturinn líkast til sjaldan verið eins mikill og alvarlegur. Er efnahagur landsins sagður í molum. Maduro hefur hins vegar statt og stöðugt haldið því fram að voldug fyrirtæki séu, með hjálp Bandaríkjastjórnar, í efnahagslegu stríði við landið. Auk þess megi rekja ástandið að hluta til lágs olíuverðs, en olía er helsta útflutningsvara Venesúela. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, lýsti í gær yfir sigri í kosningum til nýs stjórnlagaþings sem alþjóðasamfélagið og fjölmargir Venesúelabúar hafa sagt að sé meiriháttar aðför að mannréttindum og lýðræði í landinu. Stjórnarandstæðingar í Venesúela hvöttu í gær íbúa landsins til þess að fjölmenna út á götur og mótmæla niðurstöðum kosninganna sem haldnar voru á sunnudag. Sigur Maduros í kosningunum gerir það að verkum að ríkisstjórn hans mun, að öðru óbreyttu, geta skipað nýtt 545 manna stjórnlagaþing sem mun koma í stað núverandi þings sem stjórnarandstæðingar stýra. Nýja stjórnlagaþingið mun fá umboð til að skrifa stjórnarskrá landsins upp á nýtt. Maduro sagði í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær að stjórnlagaþingið myndi stuðla að auknum friði í landinu í kjölfar mikilla átaka og óeirða á undanförnum mánuðum og árum. Andstæðingar stjórnar Maduros sniðgengu hins vegar kosningarnar og hvöttu landsmenn til að gera slíkt hið sama. Þeir sögðu að það eina sem Maduro hefði í huga væri að nota stjórnlagaþingið sem átyllu til þess að auka völd sín. Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmdi kosningarnar og sagði í sérstakri yfirlýsingu að þeim væri aðeins ætlað að „leysa af hólmi þing réttkjörinna fulltrúa og grafa undan rétti Venesúelabúa til þess að ráða yfir sér sjálfum“. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tók enn sterkar til orða og sagði kosningarnar enn eitt skref Maduros í einræðisátt.Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsinsvísir/epaFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum af niðurstöðum kosninganna. „Atburðir síðustu daga hafa aukið áhyggjur Evrópusambandsins af því að lýðræði í Venesúela fari hnignandi,“ sagði Mina Andreeva, talskona framkvæmdastjórnarinnar, í samtali við fjölmiðla í gærmorgun. Hún bætti við að framkvæmdastjórnin gæti ómögulega viðurkennt úrslit kosninganna. Stjórnlagaþingið væri auk þess ekki til þess fallið að leysa þann mikla samfélagslega og pólitíska vanda sem við væri að etja í landinu. „Það er mikill sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela, Suður-Ameríku og í heiminum öllum þegar alþjóðasamningar, stjórnarskrá landsins og það sem skiptir mestu máli, vilji fólksins, er allt saman virt að vettugi,“ sagði Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins. Hörð og mikil mótmæli geisuðu vítt og breitt um Venesúela alla helgina. Létu tíu manns lífið í átökum á kosningadag, þar á meðal tvö ungmenni og einn hermaður. Kosningastjórnin tók fram að yfir átta milljónir manna, eða um 41,53 prósent þeirra sem hefðu kosningarétt, hefðu greitt atkvæði á sunnudaginn. Maduro fullyrti að það væri „mesta kosningaþátttaka í sögu byltingarinnar“ og átti þá við þau átján ár sem liðin eru síðan forveri hans, Hugo Chavez, komst fyrst til valda árið 1999. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar dregið fullyrðingu kosningastjórnarinnar í efa. Þannig sagði leiðtogi þeirra, Henrique Capriles, að kosningaþátttakan hefði verið minni en fimmtán prósent. Fjölmiðlar hafa auk þess bent á að afar tómlegt hafi verið um að litast á flestum kjörstöðum mest allan daginn. Samkvæmt skoðanakönnunum kenna um 86 prósent Venesúelabúa ríkisstjórn Maduros um ástandið sem ríkt hefur í landinu undanfarin ár. Skortur er á meira en áttatíu prósentum af öllum helstu nauðsynjavörum, þar á meðal matvælum og lyfjum, og hefur skorturinn líkast til sjaldan verið eins mikill og alvarlegur. Er efnahagur landsins sagður í molum. Maduro hefur hins vegar statt og stöðugt haldið því fram að voldug fyrirtæki séu, með hjálp Bandaríkjastjórnar, í efnahagslegu stríði við landið. Auk þess megi rekja ástandið að hluta til lágs olíuverðs, en olía er helsta útflutningsvara Venesúela.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15