Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnaði sigri í kosningum til stjórnlagaþings um helgina. Alþjóðasamfélagið gagnrýnir úrslitin harðlega. vísir/afp Nicolas Maduro, forseti Venesúela, lýsti í gær yfir sigri í kosningum til nýs stjórnlagaþings sem alþjóðasamfélagið og fjölmargir Venesúelabúar hafa sagt að sé meiriháttar aðför að mannréttindum og lýðræði í landinu. Stjórnarandstæðingar í Venesúela hvöttu í gær íbúa landsins til þess að fjölmenna út á götur og mótmæla niðurstöðum kosninganna sem haldnar voru á sunnudag. Sigur Maduros í kosningunum gerir það að verkum að ríkisstjórn hans mun, að öðru óbreyttu, geta skipað nýtt 545 manna stjórnlagaþing sem mun koma í stað núverandi þings sem stjórnarandstæðingar stýra. Nýja stjórnlagaþingið mun fá umboð til að skrifa stjórnarskrá landsins upp á nýtt. Maduro sagði í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær að stjórnlagaþingið myndi stuðla að auknum friði í landinu í kjölfar mikilla átaka og óeirða á undanförnum mánuðum og árum. Andstæðingar stjórnar Maduros sniðgengu hins vegar kosningarnar og hvöttu landsmenn til að gera slíkt hið sama. Þeir sögðu að það eina sem Maduro hefði í huga væri að nota stjórnlagaþingið sem átyllu til þess að auka völd sín. Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmdi kosningarnar og sagði í sérstakri yfirlýsingu að þeim væri aðeins ætlað að „leysa af hólmi þing réttkjörinna fulltrúa og grafa undan rétti Venesúelabúa til þess að ráða yfir sér sjálfum“. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tók enn sterkar til orða og sagði kosningarnar enn eitt skref Maduros í einræðisátt.Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsinsvísir/epaFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum af niðurstöðum kosninganna. „Atburðir síðustu daga hafa aukið áhyggjur Evrópusambandsins af því að lýðræði í Venesúela fari hnignandi,“ sagði Mina Andreeva, talskona framkvæmdastjórnarinnar, í samtali við fjölmiðla í gærmorgun. Hún bætti við að framkvæmdastjórnin gæti ómögulega viðurkennt úrslit kosninganna. Stjórnlagaþingið væri auk þess ekki til þess fallið að leysa þann mikla samfélagslega og pólitíska vanda sem við væri að etja í landinu. „Það er mikill sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela, Suður-Ameríku og í heiminum öllum þegar alþjóðasamningar, stjórnarskrá landsins og það sem skiptir mestu máli, vilji fólksins, er allt saman virt að vettugi,“ sagði Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins. Hörð og mikil mótmæli geisuðu vítt og breitt um Venesúela alla helgina. Létu tíu manns lífið í átökum á kosningadag, þar á meðal tvö ungmenni og einn hermaður. Kosningastjórnin tók fram að yfir átta milljónir manna, eða um 41,53 prósent þeirra sem hefðu kosningarétt, hefðu greitt atkvæði á sunnudaginn. Maduro fullyrti að það væri „mesta kosningaþátttaka í sögu byltingarinnar“ og átti þá við þau átján ár sem liðin eru síðan forveri hans, Hugo Chavez, komst fyrst til valda árið 1999. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar dregið fullyrðingu kosningastjórnarinnar í efa. Þannig sagði leiðtogi þeirra, Henrique Capriles, að kosningaþátttakan hefði verið minni en fimmtán prósent. Fjölmiðlar hafa auk þess bent á að afar tómlegt hafi verið um að litast á flestum kjörstöðum mest allan daginn. Samkvæmt skoðanakönnunum kenna um 86 prósent Venesúelabúa ríkisstjórn Maduros um ástandið sem ríkt hefur í landinu undanfarin ár. Skortur er á meira en áttatíu prósentum af öllum helstu nauðsynjavörum, þar á meðal matvælum og lyfjum, og hefur skorturinn líkast til sjaldan verið eins mikill og alvarlegur. Er efnahagur landsins sagður í molum. Maduro hefur hins vegar statt og stöðugt haldið því fram að voldug fyrirtæki séu, með hjálp Bandaríkjastjórnar, í efnahagslegu stríði við landið. Auk þess megi rekja ástandið að hluta til lágs olíuverðs, en olía er helsta útflutningsvara Venesúela. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, lýsti í gær yfir sigri í kosningum til nýs stjórnlagaþings sem alþjóðasamfélagið og fjölmargir Venesúelabúar hafa sagt að sé meiriháttar aðför að mannréttindum og lýðræði í landinu. Stjórnarandstæðingar í Venesúela hvöttu í gær íbúa landsins til þess að fjölmenna út á götur og mótmæla niðurstöðum kosninganna sem haldnar voru á sunnudag. Sigur Maduros í kosningunum gerir það að verkum að ríkisstjórn hans mun, að öðru óbreyttu, geta skipað nýtt 545 manna stjórnlagaþing sem mun koma í stað núverandi þings sem stjórnarandstæðingar stýra. Nýja stjórnlagaþingið mun fá umboð til að skrifa stjórnarskrá landsins upp á nýtt. Maduro sagði í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær að stjórnlagaþingið myndi stuðla að auknum friði í landinu í kjölfar mikilla átaka og óeirða á undanförnum mánuðum og árum. Andstæðingar stjórnar Maduros sniðgengu hins vegar kosningarnar og hvöttu landsmenn til að gera slíkt hið sama. Þeir sögðu að það eina sem Maduro hefði í huga væri að nota stjórnlagaþingið sem átyllu til þess að auka völd sín. Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmdi kosningarnar og sagði í sérstakri yfirlýsingu að þeim væri aðeins ætlað að „leysa af hólmi þing réttkjörinna fulltrúa og grafa undan rétti Venesúelabúa til þess að ráða yfir sér sjálfum“. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tók enn sterkar til orða og sagði kosningarnar enn eitt skref Maduros í einræðisátt.Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsinsvísir/epaFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum af niðurstöðum kosninganna. „Atburðir síðustu daga hafa aukið áhyggjur Evrópusambandsins af því að lýðræði í Venesúela fari hnignandi,“ sagði Mina Andreeva, talskona framkvæmdastjórnarinnar, í samtali við fjölmiðla í gærmorgun. Hún bætti við að framkvæmdastjórnin gæti ómögulega viðurkennt úrslit kosninganna. Stjórnlagaþingið væri auk þess ekki til þess fallið að leysa þann mikla samfélagslega og pólitíska vanda sem við væri að etja í landinu. „Það er mikill sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela, Suður-Ameríku og í heiminum öllum þegar alþjóðasamningar, stjórnarskrá landsins og það sem skiptir mestu máli, vilji fólksins, er allt saman virt að vettugi,“ sagði Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins. Hörð og mikil mótmæli geisuðu vítt og breitt um Venesúela alla helgina. Létu tíu manns lífið í átökum á kosningadag, þar á meðal tvö ungmenni og einn hermaður. Kosningastjórnin tók fram að yfir átta milljónir manna, eða um 41,53 prósent þeirra sem hefðu kosningarétt, hefðu greitt atkvæði á sunnudaginn. Maduro fullyrti að það væri „mesta kosningaþátttaka í sögu byltingarinnar“ og átti þá við þau átján ár sem liðin eru síðan forveri hans, Hugo Chavez, komst fyrst til valda árið 1999. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar dregið fullyrðingu kosningastjórnarinnar í efa. Þannig sagði leiðtogi þeirra, Henrique Capriles, að kosningaþátttakan hefði verið minni en fimmtán prósent. Fjölmiðlar hafa auk þess bent á að afar tómlegt hafi verið um að litast á flestum kjörstöðum mest allan daginn. Samkvæmt skoðanakönnunum kenna um 86 prósent Venesúelabúa ríkisstjórn Maduros um ástandið sem ríkt hefur í landinu undanfarin ár. Skortur er á meira en áttatíu prósentum af öllum helstu nauðsynjavörum, þar á meðal matvælum og lyfjum, og hefur skorturinn líkast til sjaldan verið eins mikill og alvarlegur. Er efnahagur landsins sagður í molum. Maduro hefur hins vegar statt og stöðugt haldið því fram að voldug fyrirtæki séu, með hjálp Bandaríkjastjórnar, í efnahagslegu stríði við landið. Auk þess megi rekja ástandið að hluta til lágs olíuverðs, en olía er helsta útflutningsvara Venesúela.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15