Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. október 2017 06:00 Ekki eru allir Katalónar á því að sjálfstæði sé góð hugmynd. Mótmælendur veifuðu spænskum fánum í Barcelona í gær. Nordicphotos/AFP Fyrirhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Katalóna er í hættu. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar andvígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíalistaflokksins. Dómstóllinn úrskurðaði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólöglegar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálfstæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Katalóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hlutabréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaðamaður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Katalónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bankann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dagblaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir CaixaBank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrirtæki ekki starfa innan evrusvæðisins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evrópusambandinu lokist og öryggisnet sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Fyrirhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Katalóna er í hættu. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar andvígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíalistaflokksins. Dómstóllinn úrskurðaði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólöglegar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálfstæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Katalóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hlutabréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaðamaður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Katalónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bankann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dagblaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir CaixaBank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrirtæki ekki starfa innan evrusvæðisins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evrópusambandinu lokist og öryggisnet sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira