Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, sat þar fyrir svörum ásamt vinkonunum Fanndísi Friðriksdóttur og Hallberu Gísladóttur sem báðar eru lykilmenn í íslenska liðinu.
Stelpurnar æfðu í fyrsta sinn á æfingasvæðinu í Ermelo í gær en þetta var fyrsti blaðamannafundur liðsins af mörgum áður en yfir lýkur á EM.
Hér að neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum en myndband af honum má sjá hér að neðan líka.