Skotin til bana á kjörstað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 23:36 Vopnaður maður á mótorhjóli er sagður hafa hleypt skotum af á kjörstað í Caracas. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/afp Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum Nicolasar Maduro, forseta Venesúela, sem leggur til breytingarnar umdeildu. Þrjá sakaði í skotárásinni. Hugmyndir Maduro kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Um er að ræða 500 manna stjórnlagaþing sem afgreiða á breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni, auk þess sem stjórnlagaþingið fengi heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna. Þannig yrði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið verður um hugmyndirnar í lok þessa mánaðar. Stjórnarandstæðingar hafa tekið afar illa í þessar hugmyndir og hafa hörð mótmæli geisað í landinu allt frá því að þær voru kynntar fyrir 107 dögum síðan. Yfir hundrað manns hafa týnt lífi í mótmælunum undanfarnar vikur. Í atkvæðagreiðslu dagsins var spurt að því hvort gera ætti fyrrnefndar breytingar, og hvort kjósa eigi að nýju, en að óbreyttu mun Maduro sitja í embætti til ársins 2018. Settir voru upp 2.030 kjörstaðir víðs vegar um landið í dag. Maduro lýsti því yfir í dag að atkvæðagreiðslan væri algjörlega þýðingarlaus. Maduro er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu, en mótmæli hafa verið tíð í landinu allt frá því hann tók við af forvera sínum Hugo Chavez árið 2014.#Video purports to show shooting at voting center in #Venezuela https://t.co/LPzTFWqZ46 pic.twitter.com/v22tYCMV67— Sputnik (@SputnikInt) July 16, 2017 Tengdar fréttir Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Baulað á Albanese á minningarathöfn á Böndi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Sjá meira
Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum Nicolasar Maduro, forseta Venesúela, sem leggur til breytingarnar umdeildu. Þrjá sakaði í skotárásinni. Hugmyndir Maduro kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Um er að ræða 500 manna stjórnlagaþing sem afgreiða á breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni, auk þess sem stjórnlagaþingið fengi heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna. Þannig yrði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið verður um hugmyndirnar í lok þessa mánaðar. Stjórnarandstæðingar hafa tekið afar illa í þessar hugmyndir og hafa hörð mótmæli geisað í landinu allt frá því að þær voru kynntar fyrir 107 dögum síðan. Yfir hundrað manns hafa týnt lífi í mótmælunum undanfarnar vikur. Í atkvæðagreiðslu dagsins var spurt að því hvort gera ætti fyrrnefndar breytingar, og hvort kjósa eigi að nýju, en að óbreyttu mun Maduro sitja í embætti til ársins 2018. Settir voru upp 2.030 kjörstaðir víðs vegar um landið í dag. Maduro lýsti því yfir í dag að atkvæðagreiðslan væri algjörlega þýðingarlaus. Maduro er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu, en mótmæli hafa verið tíð í landinu allt frá því hann tók við af forvera sínum Hugo Chavez árið 2014.#Video purports to show shooting at voting center in #Venezuela https://t.co/LPzTFWqZ46 pic.twitter.com/v22tYCMV67— Sputnik (@SputnikInt) July 16, 2017
Tengdar fréttir Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Baulað á Albanese á minningarathöfn á Böndi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Sjá meira
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00