Rússneski stjórnmálamaðurinn Igor Lebedev er með framúrstefnulegar hugmyndir.
Hann er nú búinn að stinga upp á því að búa til nýja íþrótt þar sem fótboltabullur fá að slást löglega. Lebedev er meira að segja búinn að semja reglur fyrir „íþróttina“.
Þær ganga í stuttu máli út á að 20 bullur „keppa“ frá hverju liði í skipulögðum slagsmálum.
„Rússar geta orðið frumherjar í þessari nýju íþrótt. Þeir sem vilja slást fá að slást á fyrirfram ákveðnum tíma á leikvangi,“ sagði Lebedev um þessa frumlegu hugmynd sína.
Rússar eru þekktir fyrir sínar fótboltabullur en rússneskar bullur voru til að mynda sendar heim af EM í Frakklandi síðasta sumar eftir að hafa staðið fyrir slagsmálum.
Lebedev segist ekki sjá neitt neikvætt við að stuðningsmenn liða sláist. Hann situr í stjórn rússneska knattspyrnusambandsins.
Vill lögleiða fótboltabulluslagsmál
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn

Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn



Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn



Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn