Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Man. Utd, og Tyrone Mings, leikmaður Bournemouth, gætu átt yfir höfði sér leikbann.
Enska knattspyrnusambandið er búið að kæra þá fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik liðanna um síðustu helgi.
Zlatan er kærður fyrir að setja olnbogann í Mings en hann var þá líklega að hefna sín eftir að Mings hafði traðkað á andliti hans fyrr í leiknum.
Þeir gætu báðir fengið þriggja leikja bann fyrir sína hegðun.
Zlatan myndi þá missa af bikarleiknum gegn Chelsea og deildarleikjum gegn Middlesbrough og WBA.
Búið að kæra Zlatan og Mings

Tengdar fréttir

Sturluð stoðsending Gylfa, lætin á Old Trafford og allt hitt úr leikjunum í gær | Myndbönd
Það var mikið fjör í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Zlatan slapp við rautt og klúðraði víti þegar Man Utd og Bournemouth skildu jöfn | Sjáðu mörkin
Manchester United mistókst að komast upp úr 6. sætinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bournemouth á Old Trafford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Carragher: Mings átti höggið skilið
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, segir að Tyrone Mings hafi átti olnbogaskotið sem Zlatan Ibrahimovic gaf honum í 1-1 jafntefli Manchester United og Bournemouth skilið.