Einn fellur fyrir eigin hendi í hverri viku Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2017 16:02 Gunnar Hrafn segir ekkert að gert fyrr en komið sé í óefni og sú stefna sé galin. Óttarr segir unnið að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu. Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, spurði Óttarr Proppé helbrigðisráðherra sérstaklega út í það, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú fyrir stundu, hvort til væri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snéri að geðheilbrigðismálum. Gunnar Hrafn sagði að þar ríkti algjört ófremdarástand og sem dæmi þá félli einn fyrir eigin hendi í hverri einustu viku. Fyrirspurn Gunnars Hrafns var jafnframt jómfrúarræða þingmannsins en áður en þing var sett fór hann í veikindaleyfi vegna þunglyndis. Gunnar Hrafn fór ítarlega í saumana á þeirri reynslu sinni í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Gunnar Hrafn spurði hvenær þingheimur fengi aðgerðaráætlun í málefnum geðsjúkra. Geðdeild gæti aðeins tekið við fólki í bráðri lífshættu. Ekkert væri að gert fyrr en í óefni er komið fyrr en komið er í óefni. Þetta sé galin stefna sem kosti mannslíf. Það liggur á að fá fram svör við þessari alvarlegu stöðu. Óttarr sagði þetta mikilvæg málefni sem stæðu hjarta hans nærri. Hann vildi ekki ganga svo langt að segja geðheilbrigðismálin í lamasessi en þau þyrftu mikla innspýtingu. Um það væri kveðið í stjórnarsáttmálanum og unnið væri að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu þess efnis, en því miður hafi tafist að kynna hana fyrir þinginu vegna kosninga, stjórnarkreppu eða því að stjórnin tók seint við. Þeirri vinnu sé ekki lokið en Óttarr vonast til að geta kynnt þinginu þá vinnu sem fyrst. Tengdar fréttir Upplifun mín af geðdeild Gunnar Hrafn Jónsson,þingmaður Pírata, skrifar um reynslu sína en hann er nýútskrifaður af geðdeild. „Geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir en aðgerðarleysi yfirvalda í málaflokknum er vítavert. Ég krefst þess, fyrir hönd fjölda örvæntingarfullra og útskúfaðra Íslendinga, að kollegar mínir taki höndum saman og bæti ráð sitt hvað þennan málaflokk varðar. Þangað til er skömmin okkar þingmanna og við eigum hana skilið,“ segir Gunnar Hrafn sem snýr aftur á þing eftir helgi. 4. mars 2017 08:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, spurði Óttarr Proppé helbrigðisráðherra sérstaklega út í það, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú fyrir stundu, hvort til væri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snéri að geðheilbrigðismálum. Gunnar Hrafn sagði að þar ríkti algjört ófremdarástand og sem dæmi þá félli einn fyrir eigin hendi í hverri einustu viku. Fyrirspurn Gunnars Hrafns var jafnframt jómfrúarræða þingmannsins en áður en þing var sett fór hann í veikindaleyfi vegna þunglyndis. Gunnar Hrafn fór ítarlega í saumana á þeirri reynslu sinni í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Gunnar Hrafn spurði hvenær þingheimur fengi aðgerðaráætlun í málefnum geðsjúkra. Geðdeild gæti aðeins tekið við fólki í bráðri lífshættu. Ekkert væri að gert fyrr en í óefni er komið fyrr en komið er í óefni. Þetta sé galin stefna sem kosti mannslíf. Það liggur á að fá fram svör við þessari alvarlegu stöðu. Óttarr sagði þetta mikilvæg málefni sem stæðu hjarta hans nærri. Hann vildi ekki ganga svo langt að segja geðheilbrigðismálin í lamasessi en þau þyrftu mikla innspýtingu. Um það væri kveðið í stjórnarsáttmálanum og unnið væri að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu þess efnis, en því miður hafi tafist að kynna hana fyrir þinginu vegna kosninga, stjórnarkreppu eða því að stjórnin tók seint við. Þeirri vinnu sé ekki lokið en Óttarr vonast til að geta kynnt þinginu þá vinnu sem fyrst.
Tengdar fréttir Upplifun mín af geðdeild Gunnar Hrafn Jónsson,þingmaður Pírata, skrifar um reynslu sína en hann er nýútskrifaður af geðdeild. „Geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir en aðgerðarleysi yfirvalda í málaflokknum er vítavert. Ég krefst þess, fyrir hönd fjölda örvæntingarfullra og útskúfaðra Íslendinga, að kollegar mínir taki höndum saman og bæti ráð sitt hvað þennan málaflokk varðar. Þangað til er skömmin okkar þingmanna og við eigum hana skilið,“ segir Gunnar Hrafn sem snýr aftur á þing eftir helgi. 4. mars 2017 08:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Upplifun mín af geðdeild Gunnar Hrafn Jónsson,þingmaður Pírata, skrifar um reynslu sína en hann er nýútskrifaður af geðdeild. „Geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir en aðgerðarleysi yfirvalda í málaflokknum er vítavert. Ég krefst þess, fyrir hönd fjölda örvæntingarfullra og útskúfaðra Íslendinga, að kollegar mínir taki höndum saman og bæti ráð sitt hvað þennan málaflokk varðar. Þangað til er skömmin okkar þingmanna og við eigum hana skilið,“ segir Gunnar Hrafn sem snýr aftur á þing eftir helgi. 4. mars 2017 08:00