Einn fellur fyrir eigin hendi í hverri viku Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2017 16:02 Gunnar Hrafn segir ekkert að gert fyrr en komið sé í óefni og sú stefna sé galin. Óttarr segir unnið að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu. Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, spurði Óttarr Proppé helbrigðisráðherra sérstaklega út í það, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú fyrir stundu, hvort til væri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snéri að geðheilbrigðismálum. Gunnar Hrafn sagði að þar ríkti algjört ófremdarástand og sem dæmi þá félli einn fyrir eigin hendi í hverri einustu viku. Fyrirspurn Gunnars Hrafns var jafnframt jómfrúarræða þingmannsins en áður en þing var sett fór hann í veikindaleyfi vegna þunglyndis. Gunnar Hrafn fór ítarlega í saumana á þeirri reynslu sinni í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Gunnar Hrafn spurði hvenær þingheimur fengi aðgerðaráætlun í málefnum geðsjúkra. Geðdeild gæti aðeins tekið við fólki í bráðri lífshættu. Ekkert væri að gert fyrr en í óefni er komið fyrr en komið er í óefni. Þetta sé galin stefna sem kosti mannslíf. Það liggur á að fá fram svör við þessari alvarlegu stöðu. Óttarr sagði þetta mikilvæg málefni sem stæðu hjarta hans nærri. Hann vildi ekki ganga svo langt að segja geðheilbrigðismálin í lamasessi en þau þyrftu mikla innspýtingu. Um það væri kveðið í stjórnarsáttmálanum og unnið væri að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu þess efnis, en því miður hafi tafist að kynna hana fyrir þinginu vegna kosninga, stjórnarkreppu eða því að stjórnin tók seint við. Þeirri vinnu sé ekki lokið en Óttarr vonast til að geta kynnt þinginu þá vinnu sem fyrst. Tengdar fréttir Upplifun mín af geðdeild Gunnar Hrafn Jónsson,þingmaður Pírata, skrifar um reynslu sína en hann er nýútskrifaður af geðdeild. „Geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir en aðgerðarleysi yfirvalda í málaflokknum er vítavert. Ég krefst þess, fyrir hönd fjölda örvæntingarfullra og útskúfaðra Íslendinga, að kollegar mínir taki höndum saman og bæti ráð sitt hvað þennan málaflokk varðar. Þangað til er skömmin okkar þingmanna og við eigum hana skilið,“ segir Gunnar Hrafn sem snýr aftur á þing eftir helgi. 4. mars 2017 08:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, spurði Óttarr Proppé helbrigðisráðherra sérstaklega út í það, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú fyrir stundu, hvort til væri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snéri að geðheilbrigðismálum. Gunnar Hrafn sagði að þar ríkti algjört ófremdarástand og sem dæmi þá félli einn fyrir eigin hendi í hverri einustu viku. Fyrirspurn Gunnars Hrafns var jafnframt jómfrúarræða þingmannsins en áður en þing var sett fór hann í veikindaleyfi vegna þunglyndis. Gunnar Hrafn fór ítarlega í saumana á þeirri reynslu sinni í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Gunnar Hrafn spurði hvenær þingheimur fengi aðgerðaráætlun í málefnum geðsjúkra. Geðdeild gæti aðeins tekið við fólki í bráðri lífshættu. Ekkert væri að gert fyrr en í óefni er komið fyrr en komið er í óefni. Þetta sé galin stefna sem kosti mannslíf. Það liggur á að fá fram svör við þessari alvarlegu stöðu. Óttarr sagði þetta mikilvæg málefni sem stæðu hjarta hans nærri. Hann vildi ekki ganga svo langt að segja geðheilbrigðismálin í lamasessi en þau þyrftu mikla innspýtingu. Um það væri kveðið í stjórnarsáttmálanum og unnið væri að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu þess efnis, en því miður hafi tafist að kynna hana fyrir þinginu vegna kosninga, stjórnarkreppu eða því að stjórnin tók seint við. Þeirri vinnu sé ekki lokið en Óttarr vonast til að geta kynnt þinginu þá vinnu sem fyrst.
Tengdar fréttir Upplifun mín af geðdeild Gunnar Hrafn Jónsson,þingmaður Pírata, skrifar um reynslu sína en hann er nýútskrifaður af geðdeild. „Geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir en aðgerðarleysi yfirvalda í málaflokknum er vítavert. Ég krefst þess, fyrir hönd fjölda örvæntingarfullra og útskúfaðra Íslendinga, að kollegar mínir taki höndum saman og bæti ráð sitt hvað þennan málaflokk varðar. Þangað til er skömmin okkar þingmanna og við eigum hana skilið,“ segir Gunnar Hrafn sem snýr aftur á þing eftir helgi. 4. mars 2017 08:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Upplifun mín af geðdeild Gunnar Hrafn Jónsson,þingmaður Pírata, skrifar um reynslu sína en hann er nýútskrifaður af geðdeild. „Geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir en aðgerðarleysi yfirvalda í málaflokknum er vítavert. Ég krefst þess, fyrir hönd fjölda örvæntingarfullra og útskúfaðra Íslendinga, að kollegar mínir taki höndum saman og bæti ráð sitt hvað þennan málaflokk varðar. Þangað til er skömmin okkar þingmanna og við eigum hana skilið,“ segir Gunnar Hrafn sem snýr aftur á þing eftir helgi. 4. mars 2017 08:00