Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 13:49 Eiríkur sem og annað starfsfólk við FÁ fordæmir áform Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, og þá ekki síst hvernig staðið er að málum. „Það er alrangt að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá kennurum og öðrum starfsmönnum FÁ, þar eru einfaldlega allir á móti þessu og mönnum var verulega brugðið. Kennara og starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þessar bollaleggingar ráðherrans fyrr en í morgunfréttum RÚV í dag. Leyndin hefur verið alger og starfsmönnum er verulega misboðið yfir þessari lágkúrulegu aðferð við einkavæðinguna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson kennari. Hann er að tala um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.Þetta er einkavæðing og ekkert annaðEiríkur er íslenskukennari og sérkennari en hefur að undanförnu starfað í hálfu starfi sem kennslustjóri Almennrar námsbrautar við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eiríkur segir að það sem einkum og sérílagi fari fyrir brjóst kennara og annarra starfsmanna sé leyndin. „Ég veit ekkert um skoðanir kennara innan Tækniskólans en fullyrði að allir starfsmenn FÁ eru andsnúnir þessari svokölluðu sameiningu sem heitir á íslensku einkavæðing.“ Eiríkur hefur starfað við skólann frá upphafi, tók þátt í stofnun hans og þróun en hann hóf kennslu við það sem þá var Gagnfræðaskóli verknáms í Ármúla árið 1973. Seinna var þeim skóla breytt í gagnfræðaskóla og þá framhaldsskóla 1981. Eiríkur segir að fólkið verði að koma að stofnun alvöru stofnana, slíkt sé ekki gert með gerræðislegum hætti. Og fyrir liggur að ef af þessum áformum verður, þá muni hann hætta.Harðorð yfirlýsing frá FÁStarfsfólk skólans fundaði í dag vegna málsins og var að senda frá sér harorða yfirlýsingu vegna málsins þar sem þessi áform og hvernig að þeim er staðið eru fordæmd fortakslaust: „Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi.“ Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
„Það er alrangt að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá kennurum og öðrum starfsmönnum FÁ, þar eru einfaldlega allir á móti þessu og mönnum var verulega brugðið. Kennara og starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þessar bollaleggingar ráðherrans fyrr en í morgunfréttum RÚV í dag. Leyndin hefur verið alger og starfsmönnum er verulega misboðið yfir þessari lágkúrulegu aðferð við einkavæðinguna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson kennari. Hann er að tala um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.Þetta er einkavæðing og ekkert annaðEiríkur er íslenskukennari og sérkennari en hefur að undanförnu starfað í hálfu starfi sem kennslustjóri Almennrar námsbrautar við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eiríkur segir að það sem einkum og sérílagi fari fyrir brjóst kennara og annarra starfsmanna sé leyndin. „Ég veit ekkert um skoðanir kennara innan Tækniskólans en fullyrði að allir starfsmenn FÁ eru andsnúnir þessari svokölluðu sameiningu sem heitir á íslensku einkavæðing.“ Eiríkur hefur starfað við skólann frá upphafi, tók þátt í stofnun hans og þróun en hann hóf kennslu við það sem þá var Gagnfræðaskóli verknáms í Ármúla árið 1973. Seinna var þeim skóla breytt í gagnfræðaskóla og þá framhaldsskóla 1981. Eiríkur segir að fólkið verði að koma að stofnun alvöru stofnana, slíkt sé ekki gert með gerræðislegum hætti. Og fyrir liggur að ef af þessum áformum verður, þá muni hann hætta.Harðorð yfirlýsing frá FÁStarfsfólk skólans fundaði í dag vegna málsins og var að senda frá sér harorða yfirlýsingu vegna málsins þar sem þessi áform og hvernig að þeim er staðið eru fordæmd fortakslaust: „Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi.“
Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00