Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 16:42 Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Vísir/AFP ABC-fréttastofan leiðrétti frétt sína sem Vísir byggði fréttina hér að neðan á. Heimildarmaður ABC sagði að Trump hefði sagt Flynn að hafa samskipti við Rússa eftir að hann var kjörinn forseti en ekki í kosningabaráttunni. Fréttamaður ABC hefur verið settur í launalaust leyfi vegna mistakanna.Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni um fundi með Rússum er sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump, fjölskyldu hans og öðrum í Hvíta húsinu. Fréttastofa ABC-fréttastöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Michael Flynn, sem var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og starfaði stuttlega sem þjóðaröryggisráðgjafi hans, sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi sem forsetaframbjóðandi beðið sig um að hafa samband við Rússa. Greint var frá því í dag að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði ákært Flynn fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneskan sendiherra á bak við tjöldin í fyrra. Flynn hefði jafnframt játað sekt með samningi sem hann gerði við saksóknara.JUST IN: @BrianRoss on @ABC News Special Report: Michael Flynn promised "full cooperation to the Mueller team" and is prepared to testify that as a candidate, Donald Trump "directed him to make contact with the Russians." https://t.co/aiagnvr8eS pic.twitter.com/r8u2LWAd0O— ABC News (@ABC) December 1, 2017 Flynn er nú sagður vinna með rannsakendum Mueller. Ákvörðun um það hafi hann tekið á síðasta sólahringum, meðal annars vegna vaxandi lögfræðikostnaðar. Hann hafi meðal annars selt húsið sitt til að standa undir kostnaðinum. Vísbendingar hafa komið fram um að Flynn gæti hafa gerst sekur um fleiri brot en Mueller hefur nú ákært hann fyrir. Þannig hafi hann ekki gert greint fyrir störfum sínum í þágu erlendra ríkja, meðal annars fyrir tyrknesk stjórnvöld. Ákæra Flynn er sú markverðasta sem hefur komið út úr rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump fram að þessu. Áður hafði Mueller ákært þrjá starfsmenn framboðsins, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn er ákærður fyrir að hafa logið. Sé það rétt að Flynn ætli að bera vitni um að Trump hafi persónulega gefið skipun um að koma á samskiptum milli framboðsins og Rússa varpar það nýju ljósi á ákvörðun Trump um að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í vor. Trump hafði beðið Comey um að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Eftir að Trump rak Comey sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI.Uppfært 2.12.2017 ABC leiðrétti upphaflegu frétt sína. Heimildarmaður stöðvarinnar segði að það hefði verið eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti sem Trump bað Flynn um að setja sig í samband við Rússa, ekki í kosningabaráttunni eins og upphaflega sagði í frétt ABC. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
ABC-fréttastofan leiðrétti frétt sína sem Vísir byggði fréttina hér að neðan á. Heimildarmaður ABC sagði að Trump hefði sagt Flynn að hafa samskipti við Rússa eftir að hann var kjörinn forseti en ekki í kosningabaráttunni. Fréttamaður ABC hefur verið settur í launalaust leyfi vegna mistakanna.Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni um fundi með Rússum er sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump, fjölskyldu hans og öðrum í Hvíta húsinu. Fréttastofa ABC-fréttastöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Michael Flynn, sem var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og starfaði stuttlega sem þjóðaröryggisráðgjafi hans, sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi sem forsetaframbjóðandi beðið sig um að hafa samband við Rússa. Greint var frá því í dag að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði ákært Flynn fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneskan sendiherra á bak við tjöldin í fyrra. Flynn hefði jafnframt játað sekt með samningi sem hann gerði við saksóknara.JUST IN: @BrianRoss on @ABC News Special Report: Michael Flynn promised "full cooperation to the Mueller team" and is prepared to testify that as a candidate, Donald Trump "directed him to make contact with the Russians." https://t.co/aiagnvr8eS pic.twitter.com/r8u2LWAd0O— ABC News (@ABC) December 1, 2017 Flynn er nú sagður vinna með rannsakendum Mueller. Ákvörðun um það hafi hann tekið á síðasta sólahringum, meðal annars vegna vaxandi lögfræðikostnaðar. Hann hafi meðal annars selt húsið sitt til að standa undir kostnaðinum. Vísbendingar hafa komið fram um að Flynn gæti hafa gerst sekur um fleiri brot en Mueller hefur nú ákært hann fyrir. Þannig hafi hann ekki gert greint fyrir störfum sínum í þágu erlendra ríkja, meðal annars fyrir tyrknesk stjórnvöld. Ákæra Flynn er sú markverðasta sem hefur komið út úr rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump fram að þessu. Áður hafði Mueller ákært þrjá starfsmenn framboðsins, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn er ákærður fyrir að hafa logið. Sé það rétt að Flynn ætli að bera vitni um að Trump hafi persónulega gefið skipun um að koma á samskiptum milli framboðsins og Rússa varpar það nýju ljósi á ákvörðun Trump um að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í vor. Trump hafði beðið Comey um að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Eftir að Trump rak Comey sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI.Uppfært 2.12.2017 ABC leiðrétti upphaflegu frétt sína. Heimildarmaður stöðvarinnar segði að það hefði verið eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti sem Trump bað Flynn um að setja sig í samband við Rússa, ekki í kosningabaráttunni eins og upphaflega sagði í frétt ABC.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00