T.J. Miller sakaður um kynferðisbrot Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 20:18 T.J. Miller. Vísir/Getty Bandaríski gamanleikarinn T.J. Miller hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Fjölmiðillinn The Daily Beast ræðir við konuna sem kemur ekki fram undir nafni. Hún er kölluð Sarah í viðtalinu en hún lýsir tveimur brotum Miller. Í grein Daily Beast um málið kemur fram að blaðamenn fjölmiðilsins hafi fengið staðfestingar á frásögn konunnar frá þeim sem þekkja til málsins. Konan segir Miller, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum Silicon Valley, hafa tekið þéttingsfast um háls hennar og þrengt þannig að öndunarvegi hennar án hennar samþykkis. Þá segir hún hann einnig hafa stungið bjórflösku upp í endaþarm hennar án hennar samþykkis. Þeir sem bjuggu með konunni á þessum tíma rifjuðu upp að þeir hefðu heyrt þegar hún náði ekki andanum og að þeir hefðu haft áhyggjur af marblettum sem þeir sáu á henni daginn eftir. Fjölmiðlar ytra segja orðróm um þetta mál hafa fylgt Miller lengi en konan leitaði til lögreglu á háskólasvæði George Washington-háskólans því hún vildi ekki fara með málið fyrir lögregluyfirvöld í borginni. Var mál hennar því tekið fyrir af skólayfirvöldum sem tjáðu henni nokkrum vikum síðar að mál hennar hefði verið leyst, en henni var ekki sagt hvernig var tekið á því. Miller útskrifaðist frá háskólanum en fjölmiðlar ytra segja ekki ljóst hvort hann hafi verið neyddur til að gera það fyrr vegna málsins. Miller sendir frá sér yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Kate, sem var bekkjarfélagi hans í háskóla, vegna málsins þar sem þau neita þessum ásökunum. „Við hittum þessa konu fyrir meira en áratug þegar við stunduðum nám saman í háskóla. Hún reyndi að stía okkur í sundur á þeim tíma og undirbjó það í heilt ár áður en hún lagði fram mótsagnakenndar ásakanir. Hún reyndi að gera okkur bæði tortryggileg og fá okkur upp á móti hvort öðru,“ segir í yfirlýsingu hjónanna. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn T.J. Miller hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Fjölmiðillinn The Daily Beast ræðir við konuna sem kemur ekki fram undir nafni. Hún er kölluð Sarah í viðtalinu en hún lýsir tveimur brotum Miller. Í grein Daily Beast um málið kemur fram að blaðamenn fjölmiðilsins hafi fengið staðfestingar á frásögn konunnar frá þeim sem þekkja til málsins. Konan segir Miller, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum Silicon Valley, hafa tekið þéttingsfast um háls hennar og þrengt þannig að öndunarvegi hennar án hennar samþykkis. Þá segir hún hann einnig hafa stungið bjórflösku upp í endaþarm hennar án hennar samþykkis. Þeir sem bjuggu með konunni á þessum tíma rifjuðu upp að þeir hefðu heyrt þegar hún náði ekki andanum og að þeir hefðu haft áhyggjur af marblettum sem þeir sáu á henni daginn eftir. Fjölmiðlar ytra segja orðróm um þetta mál hafa fylgt Miller lengi en konan leitaði til lögreglu á háskólasvæði George Washington-háskólans því hún vildi ekki fara með málið fyrir lögregluyfirvöld í borginni. Var mál hennar því tekið fyrir af skólayfirvöldum sem tjáðu henni nokkrum vikum síðar að mál hennar hefði verið leyst, en henni var ekki sagt hvernig var tekið á því. Miller útskrifaðist frá háskólanum en fjölmiðlar ytra segja ekki ljóst hvort hann hafi verið neyddur til að gera það fyrr vegna málsins. Miller sendir frá sér yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Kate, sem var bekkjarfélagi hans í háskóla, vegna málsins þar sem þau neita þessum ásökunum. „Við hittum þessa konu fyrir meira en áratug þegar við stunduðum nám saman í háskóla. Hún reyndi að stía okkur í sundur á þeim tíma og undirbjó það í heilt ár áður en hún lagði fram mótsagnakenndar ásakanir. Hún reyndi að gera okkur bæði tortryggileg og fá okkur upp á móti hvort öðru,“ segir í yfirlýsingu hjónanna.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira