Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2017 20:24 Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Fulltrúadeildin hefur nú samþykkt umdeilt skattafrumvarp. Vísir/AFP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeild frumvarp um umfangsmestu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Stefnt er að því að öldungadeildin greiði atkvæði um frumvarpið seint í kvöld. Skoðanakannanir benda til þess að frumvarpið sé almennt óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Repúblikanar hafa haldið því fram að frumvarpið feli í sér meiriháttar skattalækkanir fyrir stórfyrirtæki, smærri fyrirtæki og einstaklinga og að það eigi eftir að ýta undir hagvöxt. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að það eigi þvert á móti eftir að stórauka fjárlagahalla ríkisins og að það hygli stóreignafólki á kostnað þeirra efnaminni, að því er segir í frétt BBC. „Þingið stendur nú við þröskuld sögulegs tækifæris,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni eftir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti frumvarpið örugglega. Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni verður tæpari en ekki fleiri en tveir repúblikanar mega ganga úr skaftinu ef þeir ætla að koma frumvarpinu í gegn. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stoðum verður kippt undan sjúkratryggingalögunum sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Þrátt fyrir það hafa þingmenn repúblikana sem greiddu atkvæði gegn afnámi laganna lýst yfir stuðningi við skattafrumvarpið. Ný skoðanakönnun CNN bendir til þess að 55% Bandaríkjamanna séu andsnúnir frumvarpinu. Um þriðjungur er því fylgjandi. Tveir af hverjum þremur svarendum telja frumvarpið koma þeim ríku betur en millistéttinni. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeild frumvarp um umfangsmestu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Stefnt er að því að öldungadeildin greiði atkvæði um frumvarpið seint í kvöld. Skoðanakannanir benda til þess að frumvarpið sé almennt óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Repúblikanar hafa haldið því fram að frumvarpið feli í sér meiriháttar skattalækkanir fyrir stórfyrirtæki, smærri fyrirtæki og einstaklinga og að það eigi eftir að ýta undir hagvöxt. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að það eigi þvert á móti eftir að stórauka fjárlagahalla ríkisins og að það hygli stóreignafólki á kostnað þeirra efnaminni, að því er segir í frétt BBC. „Þingið stendur nú við þröskuld sögulegs tækifæris,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni eftir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti frumvarpið örugglega. Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni verður tæpari en ekki fleiri en tveir repúblikanar mega ganga úr skaftinu ef þeir ætla að koma frumvarpinu í gegn. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stoðum verður kippt undan sjúkratryggingalögunum sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Þrátt fyrir það hafa þingmenn repúblikana sem greiddu atkvæði gegn afnámi laganna lýst yfir stuðningi við skattafrumvarpið. Ný skoðanakönnun CNN bendir til þess að 55% Bandaríkjamanna séu andsnúnir frumvarpinu. Um þriðjungur er því fylgjandi. Tveir af hverjum þremur svarendum telja frumvarpið koma þeim ríku betur en millistéttinni.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira