Gert að sitja með tveggja ára son sinn í flugi United Airlines Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:45 Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. Vísir/AFP Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05