Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2017 08:12 Flugfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir harðneskjulega meðferð gagnvart manninum. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. Flugfélagið mun framvegis bjóða þeim sem reiðubúnir eru að láta sæti sitt af hendi, þegar vélarnar eru fullar, samtals tíu þúsund dollara, eða rúmlega eina milljón króna, í bætur. Samkvæmt nýju reglunum verða farþegar ekki fjarlægðir með valdi nema af öryggisástæðum og þá verður engum gert að yfirgefa vélina nema að fengnu samþykki. Þjálfun starfsmanna verður einnig aukin og áhöfninni verður gert að innrita sig um borð að minnsta kosti einni klukkustund fyrir brottför.Dreginn með valdi Myndskeið náðist af umræddu atviki þegar David Dao, 69 ára læknir, var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Félagið hafði boðið farþegum 400 dollara í bætur auk 800 dollara inneignar og hótelgistingar í skiptum fyrir sætið, en þegar enginn tók boðinu voru fjórir valdir af handahófi og þeim vísað frá borði. Dao var einn þeirra. Hann sagðist hins vegar vinnu sinnar vegna ekki geta farið frá borði og streittist á móti þegar öryggislögregla vísaði honum út. Dao missti tvær tennur og nefbrotnaði í átökunum. Forstjóri félagsins hefur beðist opinberlega afsökunar á málinu. Ýmislegt fleira hefur þó drifið á daga flugfélagsins að undanförnu. Nú stendur yfir rannsókn á dauða risakanínu sem fannst dauð í farmi vélarinnar í vikunni. Kanínan, sem var 10 mánaða og 90 sentímetra löng, var á leið til nýs eiganda sem að sögn breska ríkisútvarpsins er frægur einstaklingur. Þá segir jafnframt að óalgengt sé að dýr drepist um borð í flugvélum. United Airlines sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem félagið sagðist harma málið mjög.Þá féll sporðdreki úr farangurshólfi og stakk mann um borð í vél United Airlines 14. apríl síðastliðinn, þann sama dag og David Dao var dreginn úr vél félagsins. Tengdar fréttir Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. Flugfélagið mun framvegis bjóða þeim sem reiðubúnir eru að láta sæti sitt af hendi, þegar vélarnar eru fullar, samtals tíu þúsund dollara, eða rúmlega eina milljón króna, í bætur. Samkvæmt nýju reglunum verða farþegar ekki fjarlægðir með valdi nema af öryggisástæðum og þá verður engum gert að yfirgefa vélina nema að fengnu samþykki. Þjálfun starfsmanna verður einnig aukin og áhöfninni verður gert að innrita sig um borð að minnsta kosti einni klukkustund fyrir brottför.Dreginn með valdi Myndskeið náðist af umræddu atviki þegar David Dao, 69 ára læknir, var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Félagið hafði boðið farþegum 400 dollara í bætur auk 800 dollara inneignar og hótelgistingar í skiptum fyrir sætið, en þegar enginn tók boðinu voru fjórir valdir af handahófi og þeim vísað frá borði. Dao var einn þeirra. Hann sagðist hins vegar vinnu sinnar vegna ekki geta farið frá borði og streittist á móti þegar öryggislögregla vísaði honum út. Dao missti tvær tennur og nefbrotnaði í átökunum. Forstjóri félagsins hefur beðist opinberlega afsökunar á málinu. Ýmislegt fleira hefur þó drifið á daga flugfélagsins að undanförnu. Nú stendur yfir rannsókn á dauða risakanínu sem fannst dauð í farmi vélarinnar í vikunni. Kanínan, sem var 10 mánaða og 90 sentímetra löng, var á leið til nýs eiganda sem að sögn breska ríkisútvarpsins er frægur einstaklingur. Þá segir jafnframt að óalgengt sé að dýr drepist um borð í flugvélum. United Airlines sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem félagið sagðist harma málið mjög.Þá féll sporðdreki úr farangurshólfi og stakk mann um borð í vél United Airlines 14. apríl síðastliðinn, þann sama dag og David Dao var dreginn úr vél félagsins.
Tengdar fréttir Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44