Erlent

Myndaði skyndiárás krókódíls

Samúel Karl Ólason skrifar
Konan fór á sjúkrahús þar sem hlúð var að sárum hennar.
Konan fór á sjúkrahús þar sem hlúð var að sárum hennar. Vísir/Facebook/Getty
Ung bresk kona á ferðalagi um Ástralíu myndaði skyndiárás krókódíls sem beit hana í lærið. Krókódílinn réðst á konuna í gær þar sem hún var að mynda eðjustökkul (Mudskipper á ensku) í litlum læk í Cape Tribulation. Þær virtust ekki sjá krókódílinn sem sagður er vera rúmir tveir metrar að lengd.

Konan fór á sjúkrahús þar sem hlúð var að sárum hennar.

Mynd af sárum konunnar sem var bitinn og myndband sem tekið var af árásinni var birt á Facebook í gær. Mikill áhugi hefur verið á árásinni og hafa deilur farið af stað í Ástralíu um hvort að hefja eigi aðgerðir til að fækka krókódílum á svæðinu.

Eftirlitsmenn í Queensland munu leita að krókódílnum og mögulega fjarlægja hann af svæðinu. Samkvæmt ABC í Ástralíu vilja þó margir að allir krókódílar verði fjarlægðir frá þéttbýli og þeim verði fækkað.

Aðrir vilja frekar upplýsa fólk og þá sérstaklega ferðamenn um krókódíla á svæðinu. 

Umræddum krókódílum mun hafa fjölgað verulega á svæðinu og drap til dæmis einn slíkur konu í fyrra þar sem hún var að vaða í sjónum að nóttu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×