Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 15:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, breytti reglugerð um friðunarsvæði hvala í Faxaflóa í síðustu viku. Ný ríkisstjórn tekur að líkindum við völdum seinna í þessari viku. Vísir/Ernir Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira