Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 07:46 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Ísland hefur leik á EM í Hollandi 18. júlí. Íslensku stelpurnar fá afar verðugt verkefni strax í fyrsta leik þegar þær mæta ógnarsterku liði Frakka sem er í 3. sæti á heimslista FIFA. En hefði Freyr valið að spila á móti öðru liði en því franska í fyrsta leiknum á EM?Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli á EM.vísir/antonStig setur okkur í mjög góða stöðu „Ef við hugsum þetta þannig: síðasti leikur í riðli og það er allt undir, þá viltu ekki mæta Frökkum þá. Er ekki bara fínt að byrja á Frökkum? Við vitum öll að Frakkarnir eru mögulega með besta lið í heimi, ætla sér og eiga mögulega að vinna mótið. Við höfum engu að tapa,“ sagði Freyr. „Ef við fáum stig á móti Frökkum erum við búin að setja okkur í mjög góða stöðu upp á hina tvo leikina. Þrjú stig setja okkur í lykilstöðu. Ég er ótrúlega spenntur. Við fáum besta lið í heimi í fyrsta leik, á stóru sviði og með fullt af Íslendingum. Þetta getur ekki byrjað betur.“ Freyr var einnig spurður út í markmið Íslands á EM. „Tilfinningin fyrir ári síðan, þegar við vorum búin að vinna Skotana og gera frábæra hluti á Algarve og vorum á fljúgandi leið upp, þá var ég bara: við erum að fara að vinna þetta mót. Það er ekkert sem getur stoppað okkur,“ sagði Freyr. En hafa markmið íslenska liðsins breyst í ljósi þeirra miklu meiðslaáfalla sem það hefur orðið fyrir?Freyr og stelpurnar okkar ætla sér í útsláttarkeppnina.vísir/antonMarkmiðin eru ennþá þau sömu „Við þurfum aðeins að jarðtengja okkur sem er kannski bara gott. Hitt hefði getað farið með okkur í vonbrigði og vesen. Markmiðin eru ennþá þau sömu og við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Freyr. „Þú verður að vera með einhver markmið þegar þú ertu komin upp úr riðlinum, annars geturðu lent á þessum vegg að vera sáttur. Ef við förum í útsláttarkeppnina er svo stutt í baráttu um medalíur. Þá erum við bara að fara að keppa um að vinna mótið. Annað væri galið, þetta eru bara þrír leikir. Við vitum af þessu. Við köllum þetta drauminn.“ Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Ísland hefur leik á EM í Hollandi 18. júlí. Íslensku stelpurnar fá afar verðugt verkefni strax í fyrsta leik þegar þær mæta ógnarsterku liði Frakka sem er í 3. sæti á heimslista FIFA. En hefði Freyr valið að spila á móti öðru liði en því franska í fyrsta leiknum á EM?Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli á EM.vísir/antonStig setur okkur í mjög góða stöðu „Ef við hugsum þetta þannig: síðasti leikur í riðli og það er allt undir, þá viltu ekki mæta Frökkum þá. Er ekki bara fínt að byrja á Frökkum? Við vitum öll að Frakkarnir eru mögulega með besta lið í heimi, ætla sér og eiga mögulega að vinna mótið. Við höfum engu að tapa,“ sagði Freyr. „Ef við fáum stig á móti Frökkum erum við búin að setja okkur í mjög góða stöðu upp á hina tvo leikina. Þrjú stig setja okkur í lykilstöðu. Ég er ótrúlega spenntur. Við fáum besta lið í heimi í fyrsta leik, á stóru sviði og með fullt af Íslendingum. Þetta getur ekki byrjað betur.“ Freyr var einnig spurður út í markmið Íslands á EM. „Tilfinningin fyrir ári síðan, þegar við vorum búin að vinna Skotana og gera frábæra hluti á Algarve og vorum á fljúgandi leið upp, þá var ég bara: við erum að fara að vinna þetta mót. Það er ekkert sem getur stoppað okkur,“ sagði Freyr. En hafa markmið íslenska liðsins breyst í ljósi þeirra miklu meiðslaáfalla sem það hefur orðið fyrir?Freyr og stelpurnar okkar ætla sér í útsláttarkeppnina.vísir/antonMarkmiðin eru ennþá þau sömu „Við þurfum aðeins að jarðtengja okkur sem er kannski bara gott. Hitt hefði getað farið með okkur í vonbrigði og vesen. Markmiðin eru ennþá þau sömu og við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Freyr. „Þú verður að vera með einhver markmið þegar þú ertu komin upp úr riðlinum, annars geturðu lent á þessum vegg að vera sáttur. Ef við förum í útsláttarkeppnina er svo stutt í baráttu um medalíur. Þá erum við bara að fara að keppa um að vinna mótið. Annað væri galið, þetta eru bara þrír leikir. Við vitum af þessu. Við köllum þetta drauminn.“ Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Sjá meira
Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30