Munu ekki greina strax frá tilkynntum kynferðisbrotum í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2017 10:23 Þrátt fyrir gagnrýni ætlar Páley lögreglustjóri að halda sínu striki; ekki verður upplýst um tilkynnt kynferðisbrot fyrr en rannsóknarhagsmunir brotaþola eru tryggðir. Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48
Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00