Munu ekki greina strax frá tilkynntum kynferðisbrotum í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2017 10:23 Þrátt fyrir gagnrýni ætlar Páley lögreglustjóri að halda sínu striki; ekki verður upplýst um tilkynnt kynferðisbrot fyrr en rannsóknarhagsmunir brotaþola eru tryggðir. Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48
Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent