Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2015 16:48 Páley segir að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot, og hún hefur nú sent út bréf þar sem hún gefur út að engar upplýsingar verði gefnar um slíkt, sem upp kann að koma í Eyjum. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Páley leggur til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Páley heldur því fram í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum og birt er í heild hér neðar, að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot og það sé þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna. Jafnframt kemur fram í bréfi Páleyjar að hún hafi ákveðið, í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan muni „ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum.“ Páley vonar að þetta verði til þess að lögreglan fái meiri vinnufrið í þessum málaflokki. Almenningur eigi engan rétt á upplýsingum sem þessum.Bréf Páleyjar til viðbragðsaðila „Á fundi með viðbragðsaðilum þjóðhátíðar benti ég á mikilvægi þess að allir sem koma að hátíðinni haldi trúnað og virði þagnarskyldu sína. Flestir aðilar eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum en aðrir samkvæmt starfslýsingu sinni og eðli máls. Ég hef vakið athygli á því að þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðast þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um. Það er afar þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna á sama tíma og viðkomandi er að takast á við brot, byrja kæruferli og slíkt. Eins og ítrekað hefur komið fram í umræðunni eykur það á vanlíðan aðila og fjölskyldna þeirra að mál þeirra, jafn viðkvæm og þau eru, komi til opinberrar umræðu. Ég legg því til að allir viðbragðsaðilar, allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningamenn og allir þeir sem koma að þessum brotum og fá upplýsingar starfa sinna vegna gefi engar upplýsingar um þessi mál. Með engum upplýsingum á ég við að hvorki verði gefið upp hvort að það hafi komið upp brot eða ekki. Besta svarið hvað ykkur varðar er „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“. Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. Það er engin lagaskylda á lögreglu að upplýsa um kærur sem berast og almenningur á ekki heldur heimtingu á slíkum upplýsingum. Ástæða þessa er að ítrekað hefur komið fram hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og að þau fái frið til þess. Lögreglu finnst sjálfsagt að reyna að létta aðilum erfið spor í þessum málum og hefur ákveðið að gera það með þessum hætti. Von mín er einnig að þetta skapi meiri vinnufrið hjá lögreglu í þessum málaflokki. Kynferðisbrot fá fullt viðbragð lögreglu og fulla rannsókn eins og ætíð og meðferð þeirra vönduð, málin eru skráð eins og skylt er líkt og önnur sakamál og verða þannig hluti af tölfræði lögreglunnar. Þegar ákæra hefur verið birt eru mál orðin opinber með tilheyrandi vernd fyrir þolendur. Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki. Þið getið alltaf vísað á lögreglu en auðvitað kann sú staða að koma upp að eitthvað verði að ræða við fjölmiðla en það er þá undantekning og aðeins lögreglu að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Virðingarfyllst Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Páley leggur til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Páley heldur því fram í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum og birt er í heild hér neðar, að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot og það sé þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna. Jafnframt kemur fram í bréfi Páleyjar að hún hafi ákveðið, í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan muni „ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum.“ Páley vonar að þetta verði til þess að lögreglan fái meiri vinnufrið í þessum málaflokki. Almenningur eigi engan rétt á upplýsingum sem þessum.Bréf Páleyjar til viðbragðsaðila „Á fundi með viðbragðsaðilum þjóðhátíðar benti ég á mikilvægi þess að allir sem koma að hátíðinni haldi trúnað og virði þagnarskyldu sína. Flestir aðilar eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum en aðrir samkvæmt starfslýsingu sinni og eðli máls. Ég hef vakið athygli á því að þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðast þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um. Það er afar þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna á sama tíma og viðkomandi er að takast á við brot, byrja kæruferli og slíkt. Eins og ítrekað hefur komið fram í umræðunni eykur það á vanlíðan aðila og fjölskyldna þeirra að mál þeirra, jafn viðkvæm og þau eru, komi til opinberrar umræðu. Ég legg því til að allir viðbragðsaðilar, allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningamenn og allir þeir sem koma að þessum brotum og fá upplýsingar starfa sinna vegna gefi engar upplýsingar um þessi mál. Með engum upplýsingum á ég við að hvorki verði gefið upp hvort að það hafi komið upp brot eða ekki. Besta svarið hvað ykkur varðar er „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“. Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. Það er engin lagaskylda á lögreglu að upplýsa um kærur sem berast og almenningur á ekki heldur heimtingu á slíkum upplýsingum. Ástæða þessa er að ítrekað hefur komið fram hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og að þau fái frið til þess. Lögreglu finnst sjálfsagt að reyna að létta aðilum erfið spor í þessum málum og hefur ákveðið að gera það með þessum hætti. Von mín er einnig að þetta skapi meiri vinnufrið hjá lögreglu í þessum málaflokki. Kynferðisbrot fá fullt viðbragð lögreglu og fulla rannsókn eins og ætíð og meðferð þeirra vönduð, málin eru skráð eins og skylt er líkt og önnur sakamál og verða þannig hluti af tölfræði lögreglunnar. Þegar ákæra hefur verið birt eru mál orðin opinber með tilheyrandi vernd fyrir þolendur. Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki. Þið getið alltaf vísað á lögreglu en auðvitað kann sú staða að koma upp að eitthvað verði að ræða við fjölmiðla en það er þá undantekning og aðeins lögreglu að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Virðingarfyllst Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira