Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 18. nóvember 2017 12:15 Gervihnattarhynd 17. nóvember 2017. Veðurstofa Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04