Kaye gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Rene í þáttunum ‘Allo ‘Allo!, eða Allt í hers höndum.
Í frétt BBC segir að Kaye hafi andast á hjúkrunarheimili í morgun.
Kaye lék kaffihúsaeigandann Rene Artois í þáttunum sem snerust um ástir og örlög liðsmanna frönsku andspyrnuhreyfingarinnar í seinna stríði, eftir að þýskt hernámslið hafði lagt stór landsvæði í Frakklandi undir sig.