Kjarnorkusprengingin í Norður-Kóreu mældist á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2017 20:00 Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna um síðustu helgi greindist á jarðskjálftamælum hér á landi. Mælarnir námu skjálftann best á Norðurlandi, en annars mældist hann víðast hvar á landinu. Um var að ræða vetnissprengju sem sprengd var neðanjarðar í norðurhluta Norður-Kóreu síðastliðinn sunnudag. Sprengjan er sú öflugasta sem Norður-Kóreumenn hafa sprengt hingað til eða um það bill fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar voru sprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki um fimmtán til tuttugu kílótonn.Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri Íslenskra orkurannsókna.Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti upp á 6,3 að stærð, en jarðskjálftamælar víðast hvar í heiminum námu skjálftann. „Þar á meðal kemur þetta fram í jarðskjálftamælum á Íslandi. Bæði á þeim mælum sem Íslenskar orkurannsóknir reka fyrir sérhæfðar jarðhitarannsóknir á hitakerfum landsins og að sjálfsögðu Veðurstofu Íslands sem rekur kerfi jarðskjálftamæla um allt land,“ segir Ólafur. Mælarnir greindu skjálftana laust fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðasta sunnudags. Merkið var hvað skýrast á Norðurlandi, en jarðskjálftamælar á Suðvesturlandinu námu skjálftann ekki eins skýrt.Skjálftinn sást greinilega á jarðskjálftamælum.Ólafur segir ekki hættu á að þessi skjálfti hafi einhverjar afleiðingar í för með sér hér á landi. „Þetta hefur engar afleiðingar langt í burtu frá skjálftaupptökunum. En þetta getur auðvitað valdið tjóni nálægt sprengistaðnum. Það er verið að sprengja þessar sprengjur í borholum og verður hætta á því að ef sprengingin er of mikil miðað við þungann á jarðlagasúlunni sem er ofan á henni þá getur lekið út geislavirkni, þó ég viti ekki til þess að þess hafi verið vart núna," segir hann. Þá segir hann Mexíkóskjálftann í nótt einnig hafa mælst hér landi, enda hafi hann bæði verið stærri og nær Íslandi. Tengdar fréttir Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33 Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna um síðustu helgi greindist á jarðskjálftamælum hér á landi. Mælarnir námu skjálftann best á Norðurlandi, en annars mældist hann víðast hvar á landinu. Um var að ræða vetnissprengju sem sprengd var neðanjarðar í norðurhluta Norður-Kóreu síðastliðinn sunnudag. Sprengjan er sú öflugasta sem Norður-Kóreumenn hafa sprengt hingað til eða um það bill fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar voru sprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki um fimmtán til tuttugu kílótonn.Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri Íslenskra orkurannsókna.Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti upp á 6,3 að stærð, en jarðskjálftamælar víðast hvar í heiminum námu skjálftann. „Þar á meðal kemur þetta fram í jarðskjálftamælum á Íslandi. Bæði á þeim mælum sem Íslenskar orkurannsóknir reka fyrir sérhæfðar jarðhitarannsóknir á hitakerfum landsins og að sjálfsögðu Veðurstofu Íslands sem rekur kerfi jarðskjálftamæla um allt land,“ segir Ólafur. Mælarnir greindu skjálftana laust fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðasta sunnudags. Merkið var hvað skýrast á Norðurlandi, en jarðskjálftamælar á Suðvesturlandinu námu skjálftann ekki eins skýrt.Skjálftinn sást greinilega á jarðskjálftamælum.Ólafur segir ekki hættu á að þessi skjálfti hafi einhverjar afleiðingar í för með sér hér á landi. „Þetta hefur engar afleiðingar langt í burtu frá skjálftaupptökunum. En þetta getur auðvitað valdið tjóni nálægt sprengistaðnum. Það er verið að sprengja þessar sprengjur í borholum og verður hætta á því að ef sprengingin er of mikil miðað við þungann á jarðlagasúlunni sem er ofan á henni þá getur lekið út geislavirkni, þó ég viti ekki til þess að þess hafi verið vart núna," segir hann. Þá segir hann Mexíkóskjálftann í nótt einnig hafa mælst hér landi, enda hafi hann bæði verið stærri og nær Íslandi.
Tengdar fréttir Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33 Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33
Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02
Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10