Mjótt á munum og korter í kosningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2017 06:00 "Puigdemont, okkar forseti,“ stendur á þessu plakati í Barcelona, höfuðborg Katalóníu. Gengið verður til kosninga á morgun og er mjótt á munum á milli aðskilnaðarsinna og sambandssinna í spænska héraðinu. vísir/afp Síðasti dagur kosningabaráttunnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsispennandi. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúblikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þingmönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni.Carles Puigdemont, formaður JxCat.vísir/afpBoðað var til kosninga í októberlok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálfstæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbaráttunni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurninguna. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, formaður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkisstjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskilnaðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sambandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einnig á milli flokka innan sömu fylkingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fangelsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Síðasti dagur kosningabaráttunnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsispennandi. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúblikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þingmönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni.Carles Puigdemont, formaður JxCat.vísir/afpBoðað var til kosninga í októberlok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálfstæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbaráttunni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurninguna. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, formaður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkisstjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskilnaðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sambandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einnig á milli flokka innan sömu fylkingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fangelsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“