Þingheimur á einu máli um að karlar þurfi að standa upp og axla ábyrgðina Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2017 06:00 "Við þurfum á því að halda að karlar standi upp og láti vita að þetta sé ekki í lagi, þetta eigi ekki að líðast, þetta gangi ekki lengur,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir í upphafsræðu sinni á þingi. Fréttablaðið/Ernir „Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfeðmt kynbundið ofbeldi eins og kemur fram í þessum fjölmörgu frásögnum? Hversu margar konur hafa jafnvel hrökklast frá vinnustöðum sínum, verið haldið niðri og sagt að þegja,“ spurði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, upphafsmaður sérstakrar umræðu á þingi um kvenfrelsisbyltinguna #metoo, sem tröllriðið hefur hinum vestræna heimi undanfarnar vikur. Konur í stjórnmálum stigu fram fyrir um mánuði og sögðu frá kynbundnu ofbeldi í sinn garð. Síðustu þrjár vikur hafa ellefu hópar til viðbótar stigið fram með svipaðar sögur. Samkvæmt Jafnréttisstofu hafa 4.609 konur skrifað undir yfirlýsingar þar sem kynbundnu ofbeldi og áreitni er mótmælt. Að auki hafa fylgt þessum yfirlýsingum 616 frásagnir af slíku ofbeldi. Fleiri hópar eru að undirbúa sams konar aðgerðir. Til andsvara var dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen. Sagði hún umræðuna afar þarfa og að ríkisstjórnin ætli að vinna að fjölda mála til að efla kvenfrelsi svo kynbundið ofbeldi myndi minnka. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir hafa verið hrollvekjandi að fylgjast með og að sjá koma fram í dagsljósið svo margar óhugnanlegar sögur kvenna og ofbeldi í þeirra garð. „Það hefur verið hrollvekju líkast að heyra frásagnir kvenna og fá vitneskju um kynferðislegt ofbeldi gagnvart svo mörgum konum að það er nánast óhugsandi. Ég dái hugrekki þeirra og hreinskilni,“ sagði Þorsteinn. „Þær eru lýsingar á mannfyrirlitningu og ofbeldishneigð og birta mynd af ástandi sem er óverjandi og öllum karlmönnum til skammar.“ Andrés Ingi Jónsson var annar þingmaður VG sem tók þátt í umræðunum og sagði þingið verða að taka sig á. „Nú stendur það upp á okkur að breyta samfélaginu til hins betra,“ sagði Andrés Ingi. „Við skulum fagna því að #metoo hafi kveikt umræðuna og gert okkur öll að femínistum. Nú skulum við öll halda áfram að vera femínistar og skila af okkur raunverulega bættu samfélagi. „Til mín er beint nokkrum spurningum sem ég ætla að reyna að svara á þeim stutta tíma sem mér gefst til þess. Hér er til að mynda spurt hvort umfang vandans hafi verið metið sérstaklega í íslensku samfélagi. Ég get svarað því fljótt: Nei, það hefur ekki verið metið heildstætt. Ég er ekki viss um að hægt sé að meta þennan vanda með fullri vissu,“ sagði Sigríður Andersen.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRÁrið 2017 sögulegt Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árið sem nú er senn á enda fara í annála sem árið þar sem konur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og valdbeitingu. Þegar konur stigu fram lyftu þær grettistaki og gáfu tóninn á þann hátt að við getum ekki annað en haldið áfram þeirri vegferð að bættri menningu og meiri virðingu í samskiptum kynjanna. Einnig sagði hún ofbeldi vera ofbeldi, sama hvernig á það er litið. „Í fyrsta lagi er það tómt mál að tala um að við Íslendingar búum í velferðarsamfélagi þegar það er hluti af veruleika kvenna og til þessa hluti af viðurkenndum veruleika kvenna að upplifa ofbeldi í leik og starfi. Auðvitað er kynbundið ofbeldi ekkert annað en ofbeldi. Það er engin ástæða til að setja annan merkimiða á það, einhvern merkimiða sem ætlað er að draga úr alvarleikanum og afleiðingunum, ætlað að hjúpa gjörninginn einhverju glensi, einhverri stemningu. Það er bara nóg komið,“ sagði Hanna Katrín.Kallar eftir aðgerðum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, sagði viðbrögð þurfa að vera sterkari við þessari byltingu og minntist hún sérstaklega á stjórnarmenn leikhúsanna og Ríkisútvarpsins í ræðu sinni. „Ég auglýsi eftir raunverulegum og skýrum viðbrögðum, bæði einkaaðila og opinberra stofnana, við þeim frásögnum sem komið hafa fram. Það er ekki nóg að segjast ætla að vera með viðbrögð og skoða og rýna og kanna og kynna, heldur þarf að koma fram með viðbrögð með áþreifanlegum hætti.Þar þarf ríkisstjórn Íslands að vera í fararbroddi með skýr skilaboð og enn skýrari aðgerðir á öllum sviðum,“ sagði Rósa Björk. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Eru samborgarar kvenna en ekki herrar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, segir framkomu karla í garð kvenna geta orðið karlþjóðinni áþján. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfeðmt kynbundið ofbeldi eins og kemur fram í þessum fjölmörgu frásögnum? Hversu margar konur hafa jafnvel hrökklast frá vinnustöðum sínum, verið haldið niðri og sagt að þegja,“ spurði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, upphafsmaður sérstakrar umræðu á þingi um kvenfrelsisbyltinguna #metoo, sem tröllriðið hefur hinum vestræna heimi undanfarnar vikur. Konur í stjórnmálum stigu fram fyrir um mánuði og sögðu frá kynbundnu ofbeldi í sinn garð. Síðustu þrjár vikur hafa ellefu hópar til viðbótar stigið fram með svipaðar sögur. Samkvæmt Jafnréttisstofu hafa 4.609 konur skrifað undir yfirlýsingar þar sem kynbundnu ofbeldi og áreitni er mótmælt. Að auki hafa fylgt þessum yfirlýsingum 616 frásagnir af slíku ofbeldi. Fleiri hópar eru að undirbúa sams konar aðgerðir. Til andsvara var dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen. Sagði hún umræðuna afar þarfa og að ríkisstjórnin ætli að vinna að fjölda mála til að efla kvenfrelsi svo kynbundið ofbeldi myndi minnka. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir hafa verið hrollvekjandi að fylgjast með og að sjá koma fram í dagsljósið svo margar óhugnanlegar sögur kvenna og ofbeldi í þeirra garð. „Það hefur verið hrollvekju líkast að heyra frásagnir kvenna og fá vitneskju um kynferðislegt ofbeldi gagnvart svo mörgum konum að það er nánast óhugsandi. Ég dái hugrekki þeirra og hreinskilni,“ sagði Þorsteinn. „Þær eru lýsingar á mannfyrirlitningu og ofbeldishneigð og birta mynd af ástandi sem er óverjandi og öllum karlmönnum til skammar.“ Andrés Ingi Jónsson var annar þingmaður VG sem tók þátt í umræðunum og sagði þingið verða að taka sig á. „Nú stendur það upp á okkur að breyta samfélaginu til hins betra,“ sagði Andrés Ingi. „Við skulum fagna því að #metoo hafi kveikt umræðuna og gert okkur öll að femínistum. Nú skulum við öll halda áfram að vera femínistar og skila af okkur raunverulega bættu samfélagi. „Til mín er beint nokkrum spurningum sem ég ætla að reyna að svara á þeim stutta tíma sem mér gefst til þess. Hér er til að mynda spurt hvort umfang vandans hafi verið metið sérstaklega í íslensku samfélagi. Ég get svarað því fljótt: Nei, það hefur ekki verið metið heildstætt. Ég er ekki viss um að hægt sé að meta þennan vanda með fullri vissu,“ sagði Sigríður Andersen.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRÁrið 2017 sögulegt Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árið sem nú er senn á enda fara í annála sem árið þar sem konur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og valdbeitingu. Þegar konur stigu fram lyftu þær grettistaki og gáfu tóninn á þann hátt að við getum ekki annað en haldið áfram þeirri vegferð að bættri menningu og meiri virðingu í samskiptum kynjanna. Einnig sagði hún ofbeldi vera ofbeldi, sama hvernig á það er litið. „Í fyrsta lagi er það tómt mál að tala um að við Íslendingar búum í velferðarsamfélagi þegar það er hluti af veruleika kvenna og til þessa hluti af viðurkenndum veruleika kvenna að upplifa ofbeldi í leik og starfi. Auðvitað er kynbundið ofbeldi ekkert annað en ofbeldi. Það er engin ástæða til að setja annan merkimiða á það, einhvern merkimiða sem ætlað er að draga úr alvarleikanum og afleiðingunum, ætlað að hjúpa gjörninginn einhverju glensi, einhverri stemningu. Það er bara nóg komið,“ sagði Hanna Katrín.Kallar eftir aðgerðum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, sagði viðbrögð þurfa að vera sterkari við þessari byltingu og minntist hún sérstaklega á stjórnarmenn leikhúsanna og Ríkisútvarpsins í ræðu sinni. „Ég auglýsi eftir raunverulegum og skýrum viðbrögðum, bæði einkaaðila og opinberra stofnana, við þeim frásögnum sem komið hafa fram. Það er ekki nóg að segjast ætla að vera með viðbrögð og skoða og rýna og kanna og kynna, heldur þarf að koma fram með viðbrögð með áþreifanlegum hætti.Þar þarf ríkisstjórn Íslands að vera í fararbroddi með skýr skilaboð og enn skýrari aðgerðir á öllum sviðum,“ sagði Rósa Björk.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Eru samborgarar kvenna en ekki herrar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, segir framkomu karla í garð kvenna geta orðið karlþjóðinni áþján. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Eru samborgarar kvenna en ekki herrar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, segir framkomu karla í garð kvenna geta orðið karlþjóðinni áþján. 20. desember 2017 06:00