Góð tilbreyting að mæta Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Hörður hefur nýtt tækifærið vel með Bristol. vísir/getty Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira