Góð tilbreyting að mæta Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Hörður hefur nýtt tækifærið vel með Bristol. vísir/getty Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn