Lögreglan í Manchester handtók í gær 29 ára karlmann, Karl Anderson, vegna atviks sem átti sér stað fyrir leik Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Fyrir leikinn, þegar leikmenn Manchester City komu á Etihad-leikvanginn, mun Anderson hafa bæði sparkað í Sterling og beitt hann kynþáttaníði.
Anderson var handtekinn í gær og ákærður fyrir kynþáttaníð og líkamsárás. Áætlað er að hann verði leiddur fyrir dómara í dag en lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp.
Samtökin Kick It Out, sem berjast gegn misrétti í knattspyrnunni í Englandi, segja að þau hafi verið í sambandi við Sterling og boðið honum aðstoð.
Handtekinn fyrir að beita Sterling kynþáttaníði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn







Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti
