Stjórnendur björgunarsveita setja öryggi fólks í forgang Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 21:54 Björgunarsveitin hefur átt í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir sem kallaðar hafa verið út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa sinnt yfir þrjú hundruð verkefnum sem hafa komið upp vegna óveðursins. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum og reyna eins og frekast er unnt að takmarka tjón. Jónas segir að verkefnin hafi verið allumfangsmikil miðað við óveður. Spurður út í helstu verkefni segir Jónas: „Það er ánægjulegt að trampólínin virðast vera hlutfallslega færri en vanalega en annars er þetta ósköp hefðbundið, þetta eru þök, þakkantar sem eru að fara, það eru að springa út útidyrahurðir og bílskúrshurðir, hjólhýsi að fjúka, auglýsingaskilti og rúður að springa út og svo framvegis.“Öryggi fólks númer eitt Í samtali við Vísi sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarhópi á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðursins, að frágangi verktaka hafi verið mjög ábótavant. Jónas tekur undir með Ásgeiri en segist ekki getað slegið því föstu að það sé meira um slæman frágang nú en áður. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé meira en vanalega en það er náttúrulega meira af framkvæmdum núna en það er alveg ljóst að margir mega huga betur að frágangi. Þetta er hreinlega stórhættulegt stundum að fara inn á þessi svæði.“ Jónas segir að í einstaka tilfellum hafi stjórnendur hópa björgunarsveitanna þurft að hverfa frá byggingarsvæðunum því það hafi reynst of hættulegt að aðhafast þar. „En það er bara eins og við viljum vinna. Við viljum öryggi fólks númer eitt og ákvarðanir eru teknar samkvæmt því,“ segir Jónas. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Björgunarsveitir sem kallaðar hafa verið út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa sinnt yfir þrjú hundruð verkefnum sem hafa komið upp vegna óveðursins. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum og reyna eins og frekast er unnt að takmarka tjón. Jónas segir að verkefnin hafi verið allumfangsmikil miðað við óveður. Spurður út í helstu verkefni segir Jónas: „Það er ánægjulegt að trampólínin virðast vera hlutfallslega færri en vanalega en annars er þetta ósköp hefðbundið, þetta eru þök, þakkantar sem eru að fara, það eru að springa út útidyrahurðir og bílskúrshurðir, hjólhýsi að fjúka, auglýsingaskilti og rúður að springa út og svo framvegis.“Öryggi fólks númer eitt Í samtali við Vísi sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarhópi á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðursins, að frágangi verktaka hafi verið mjög ábótavant. Jónas tekur undir með Ásgeiri en segist ekki getað slegið því föstu að það sé meira um slæman frágang nú en áður. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé meira en vanalega en það er náttúrulega meira af framkvæmdum núna en það er alveg ljóst að margir mega huga betur að frágangi. Þetta er hreinlega stórhættulegt stundum að fara inn á þessi svæði.“ Jónas segir að í einstaka tilfellum hafi stjórnendur hópa björgunarsveitanna þurft að hverfa frá byggingarsvæðunum því það hafi reynst of hættulegt að aðhafast þar. „En það er bara eins og við viljum vinna. Við viljum öryggi fólks númer eitt og ákvarðanir eru teknar samkvæmt því,“ segir Jónas.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30