Stjórnendur björgunarsveita setja öryggi fólks í forgang Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 21:54 Björgunarsveitin hefur átt í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir sem kallaðar hafa verið út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa sinnt yfir þrjú hundruð verkefnum sem hafa komið upp vegna óveðursins. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum og reyna eins og frekast er unnt að takmarka tjón. Jónas segir að verkefnin hafi verið allumfangsmikil miðað við óveður. Spurður út í helstu verkefni segir Jónas: „Það er ánægjulegt að trampólínin virðast vera hlutfallslega færri en vanalega en annars er þetta ósköp hefðbundið, þetta eru þök, þakkantar sem eru að fara, það eru að springa út útidyrahurðir og bílskúrshurðir, hjólhýsi að fjúka, auglýsingaskilti og rúður að springa út og svo framvegis.“Öryggi fólks númer eitt Í samtali við Vísi sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarhópi á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðursins, að frágangi verktaka hafi verið mjög ábótavant. Jónas tekur undir með Ásgeiri en segist ekki getað slegið því föstu að það sé meira um slæman frágang nú en áður. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé meira en vanalega en það er náttúrulega meira af framkvæmdum núna en það er alveg ljóst að margir mega huga betur að frágangi. Þetta er hreinlega stórhættulegt stundum að fara inn á þessi svæði.“ Jónas segir að í einstaka tilfellum hafi stjórnendur hópa björgunarsveitanna þurft að hverfa frá byggingarsvæðunum því það hafi reynst of hættulegt að aðhafast þar. „En það er bara eins og við viljum vinna. Við viljum öryggi fólks númer eitt og ákvarðanir eru teknar samkvæmt því,“ segir Jónas. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Björgunarsveitir sem kallaðar hafa verið út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa sinnt yfir þrjú hundruð verkefnum sem hafa komið upp vegna óveðursins. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum og reyna eins og frekast er unnt að takmarka tjón. Jónas segir að verkefnin hafi verið allumfangsmikil miðað við óveður. Spurður út í helstu verkefni segir Jónas: „Það er ánægjulegt að trampólínin virðast vera hlutfallslega færri en vanalega en annars er þetta ósköp hefðbundið, þetta eru þök, þakkantar sem eru að fara, það eru að springa út útidyrahurðir og bílskúrshurðir, hjólhýsi að fjúka, auglýsingaskilti og rúður að springa út og svo framvegis.“Öryggi fólks númer eitt Í samtali við Vísi sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarhópi á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðursins, að frágangi verktaka hafi verið mjög ábótavant. Jónas tekur undir með Ásgeiri en segist ekki getað slegið því föstu að það sé meira um slæman frágang nú en áður. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé meira en vanalega en það er náttúrulega meira af framkvæmdum núna en það er alveg ljóst að margir mega huga betur að frágangi. Þetta er hreinlega stórhættulegt stundum að fara inn á þessi svæði.“ Jónas segir að í einstaka tilfellum hafi stjórnendur hópa björgunarsveitanna þurft að hverfa frá byggingarsvæðunum því það hafi reynst of hættulegt að aðhafast þar. „En það er bara eins og við viljum vinna. Við viljum öryggi fólks númer eitt og ákvarðanir eru teknar samkvæmt því,“ segir Jónas.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30