Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 09:43 Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki sýnt málefnum geimferðastofnunarinnar mikla athygli til þessa. Vísir/EPA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður næsti forstjóri NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Frá þessu var greint á föstudag. Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því að síðasti forstjóri NASA, Charles Bolden, lét af störfum og hefur stofnunin aldrei verið jafnlengi án forstjóra. Bridenstine er þingmaður Oklahoma-ríkis, þar sem ekki fer alla jafna mikið fyrir starfsemi NASA. Hann lærði hagfræði og sálfræði í háskóla, ekki raungreinar, og lét ummæli falla á Bandaríkjaþingi árið 2013 sem bentu til þess að hann trúi ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Skemmst er að minnast þess að annar efasemdamaður um loftslagsbreytingar, Scott Pruitt, var í febrúar gerður að forseta Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Trump named a politician who has denied climate change science and who has no scientific credentials...to run NASA.https://t.co/mQ4AuQZlnd— Brian Klaas (@brianklaas) September 2, 2017 Ráðning hans hefur sætt gagnrýni af þessum ástæðum. Þá efast aðrir um ágæti þess að ráða þingmann sem forstjóra NASA en Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn í sögu stofnunarinnar sem gegnir embættinu. Bridenstine, sem er Repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur þó óneitanlega áhuga á himinhvolfunum og ferðum þangað. Hann var forstjóri flug- og geimferðasafns í Oklahoma í tvö ár og hefur ítrekað tjáð sig um málefni NASA opinberlega. Fyrst og fremst hefur Bridenstine mælt fyrir því að nýta betur starfskrafta einkarekinna fyrirtækja á borð við SpaceX og Blue Origin við geimferðir og rannsóknir. Samþykki öldungadeild þingsins skipun hans í embætti er þó ekki víst að miklar áherslubreytingar verði, þar sem ríkisstjórn Trump hefur til þessa ekki sýnt málaflokknum mikla athygli. Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður næsti forstjóri NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Frá þessu var greint á föstudag. Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því að síðasti forstjóri NASA, Charles Bolden, lét af störfum og hefur stofnunin aldrei verið jafnlengi án forstjóra. Bridenstine er þingmaður Oklahoma-ríkis, þar sem ekki fer alla jafna mikið fyrir starfsemi NASA. Hann lærði hagfræði og sálfræði í háskóla, ekki raungreinar, og lét ummæli falla á Bandaríkjaþingi árið 2013 sem bentu til þess að hann trúi ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Skemmst er að minnast þess að annar efasemdamaður um loftslagsbreytingar, Scott Pruitt, var í febrúar gerður að forseta Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Trump named a politician who has denied climate change science and who has no scientific credentials...to run NASA.https://t.co/mQ4AuQZlnd— Brian Klaas (@brianklaas) September 2, 2017 Ráðning hans hefur sætt gagnrýni af þessum ástæðum. Þá efast aðrir um ágæti þess að ráða þingmann sem forstjóra NASA en Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn í sögu stofnunarinnar sem gegnir embættinu. Bridenstine, sem er Repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur þó óneitanlega áhuga á himinhvolfunum og ferðum þangað. Hann var forstjóri flug- og geimferðasafns í Oklahoma í tvö ár og hefur ítrekað tjáð sig um málefni NASA opinberlega. Fyrst og fremst hefur Bridenstine mælt fyrir því að nýta betur starfskrafta einkarekinna fyrirtækja á borð við SpaceX og Blue Origin við geimferðir og rannsóknir. Samþykki öldungadeild þingsins skipun hans í embætti er þó ekki víst að miklar áherslubreytingar verði, þar sem ríkisstjórn Trump hefur til þessa ekki sýnt málaflokknum mikla athygli.
Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47
Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49