Bandarískum hermönnum fjölgar hratt í Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2017 11:30 Árásir hryðjuverkamanna hafa verið tiðar í Sómalíu að undanförnu. Vísir/AFP Fjöldi hermanna Bandaríkjanna í Sómalíu hefur rúmlega tvöfaldast á einu ári. Nú eru rúmlega 500 hermenn sagðir vera þar í landi og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 1993 þegar hin fræga „Black Hawk Down“ orrusta var háð í Mogadishu og 18 hermenn féllu. Bandaríkin hafa einnig sent hershöfðingja til Sómalíu, til að halda utan um aðgerðir þar, í fyrsta sinn frá 1993. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna neita því þó að umfang aðgerða í Sómalíu sé að aukast. Á sama tíma er Afríkubandalagið að draga úr fjölda hermanna í Sómalíu sem hafa verið þar til að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum al-Shabab, sem tengjast al-Qaeda, og öðrum hópum sem eru hliðhollir Íslamska ríkinu. Byrðin á herðum heimamanna og hermönnum Sómalíu er því að aukast verulega.Flak annarrar þyrlunnar sem skotin var niður í Black Hawk Down orrustunni 1993.Vísir/GettySérsveitarmennirnir vinna að því að þjálfa heimamenn gegn al-Shabab og veita þeim ráðgjöf.Fjölga hermönnum og árásum Í frétt Newsweek er þeirri spurningu velt upp hvort að Bandaríkin stefni í annað „eilífðar stríð“ þar sem dregið hefur úr aðgerðum þeirra í Írak og Sýrlandi. Loftárásum Bandaríkjanna hefur fjölgað verulega á svæðinu og hafa 28 árásir verið gerðar á þessu ári. Sérfræðingar segja að fjórtán eða fimmtán slíkar árásir hafi verið gerðar í landinu í fyrra.Meðlimur Seal Team 6, Kyle Milliken, féll í átökum í Sómalíu fyrr á þessu ári þegar sérsveitarmenn og sómalískir hermenn gerðu sameiginlega árás gegn al-Shabab. Dauði hans varpaði ljósi á aðgerðir Bandaríkjanna í Sómalíu þrátt fyrir að aðgerðir þeirra hafi í raun staðið yfir frá byrjun síðasta áratugar. Hernaðaryfirvöld hafa þó ávalt haldið því fram að reynt sé að halda hermönnum Bandaríkjanna frá átökum og að heimamenn leiði aðgerðirnar. Milliken og aðrir sérsveitarmenn voru þó á ferð með hermönnum Sómalíu og í einum hópi þegar árás var gerð á þá.Sérfræðingur sem Politico ræddi við segist hafa áhyggjur af þátttöku bandarískra sérsveitarmanna í átökum í landinu þar sem flókin stjórnmál fjölda ættbálka ráða ríkjum. Það sé meðal þeirra vandamála sem Bandaríkin hafa lent í í Afganistan og nauðsynlegt sé að hafa fólk sem þekki vel til. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Fjöldi hermanna Bandaríkjanna í Sómalíu hefur rúmlega tvöfaldast á einu ári. Nú eru rúmlega 500 hermenn sagðir vera þar í landi og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 1993 þegar hin fræga „Black Hawk Down“ orrusta var háð í Mogadishu og 18 hermenn féllu. Bandaríkin hafa einnig sent hershöfðingja til Sómalíu, til að halda utan um aðgerðir þar, í fyrsta sinn frá 1993. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna neita því þó að umfang aðgerða í Sómalíu sé að aukast. Á sama tíma er Afríkubandalagið að draga úr fjölda hermanna í Sómalíu sem hafa verið þar til að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum al-Shabab, sem tengjast al-Qaeda, og öðrum hópum sem eru hliðhollir Íslamska ríkinu. Byrðin á herðum heimamanna og hermönnum Sómalíu er því að aukast verulega.Flak annarrar þyrlunnar sem skotin var niður í Black Hawk Down orrustunni 1993.Vísir/GettySérsveitarmennirnir vinna að því að þjálfa heimamenn gegn al-Shabab og veita þeim ráðgjöf.Fjölga hermönnum og árásum Í frétt Newsweek er þeirri spurningu velt upp hvort að Bandaríkin stefni í annað „eilífðar stríð“ þar sem dregið hefur úr aðgerðum þeirra í Írak og Sýrlandi. Loftárásum Bandaríkjanna hefur fjölgað verulega á svæðinu og hafa 28 árásir verið gerðar á þessu ári. Sérfræðingar segja að fjórtán eða fimmtán slíkar árásir hafi verið gerðar í landinu í fyrra.Meðlimur Seal Team 6, Kyle Milliken, féll í átökum í Sómalíu fyrr á þessu ári þegar sérsveitarmenn og sómalískir hermenn gerðu sameiginlega árás gegn al-Shabab. Dauði hans varpaði ljósi á aðgerðir Bandaríkjanna í Sómalíu þrátt fyrir að aðgerðir þeirra hafi í raun staðið yfir frá byrjun síðasta áratugar. Hernaðaryfirvöld hafa þó ávalt haldið því fram að reynt sé að halda hermönnum Bandaríkjanna frá átökum og að heimamenn leiði aðgerðirnar. Milliken og aðrir sérsveitarmenn voru þó á ferð með hermönnum Sómalíu og í einum hópi þegar árás var gerð á þá.Sérfræðingur sem Politico ræddi við segist hafa áhyggjur af þátttöku bandarískra sérsveitarmanna í átökum í landinu þar sem flókin stjórnmál fjölda ættbálka ráða ríkjum. Það sé meðal þeirra vandamála sem Bandaríkin hafa lent í í Afganistan og nauðsynlegt sé að hafa fólk sem þekki vel til.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira