Gabriel Heinze hefur greint frá því að Roy Keane hafi eitt sinn kýlt hann kaldan eftir tapleik hjá Manchester United.
Heinze og Keane léku saman hjá United í rúmt ár. Á þeim tíma var gengi United ekki upp á marga fiska og eftir einn tapleik lenti þeim Heinze og Keane saman.
„Við töpuðum leik og ég fór fyrstur inn í búningsklefann, á undan Keane. Ég vildi fara fyrstur inn og vildi ekki tala við nokkurn mann þar sem við töpuðum,“ sagði Heinze í samtali við argentínska sjónvarpsstöð.
„Ég skildi ekki ensku, bara blótsyrðin. Ég heyrði nafnið mitt og Keane blóta mér í sand og ösku. Ég var ekki tilbúinn að taka því og sagði honum að fara til fjandans. Ég man ekki hvað gerðist næst,“ sagði Heinze og játti því að Keane hefði kýlt hann kaldan.
Heinze var valinn leikmaður ársins á sínu fyrsta tímabili hjá United en meiddist svo illa og spilaði nær ekkert tímabilið á eftir.
Eftir tímabilið 2006-07 óskaði Heinze eftir sölu til Liverpool. Honum varð ekki að ósk sinni og var þess í stað seldur til Real Madrid. Argentínumaðurinn lagði skóna á hilluna 2014.
Keane kýldi Heinze kaldan eftir tapleik
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn


Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti


