Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2017 22:08 Benedikt Erlingsson krefst svara. Fréttablaðið/Heiða Helgadóttir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. DV greindi fyrst frá. Benedikt er ósáttur við þá ákvörðun Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að greina ekki frá nöfnum þeirra einstaklinga sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey. Sjá einnig: Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts DowneyRobert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, hlaut lögmannsréttindi á ný þann 15. júní síðastliðinn. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Meðal skilyrða þess að fá uppreist æru er að tveir einstaklingar sendi inn umsögn um góða hegðun viðkomandi. Í tilkynningu ráðuneytisins er vísað í að viðkvæmar persónuupplýsingar séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Af þeim sökum afhendir ráðuneytið ekki gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru.“ Benedikt segir í stöðuuppfærslu sinni að með því að neita almenningi um þessar upplýsingar sé mannorð og æra fjölda heiðarlegs fólks sem starfi í ráðuneytinu í húfi. Hann bætir auk þess við: „Þvi ef þessu verður ekki svarað og hinir „valinkunnu menn“ verða áfram „huldumenn“ ef gögn finnast ekki og yfirhylming og undanbrögðum verður áfram beitt fer sá grunur að skjóta rótum að hér geti verið um að ræða NET BARNANÍÐINGA sem teygir sig gegnum stjórnsýsluna og upp í gegnum Innanríkisráðuneytið.“Stöðuuppfærslan í heild sinni: Tengdar fréttir Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. DV greindi fyrst frá. Benedikt er ósáttur við þá ákvörðun Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að greina ekki frá nöfnum þeirra einstaklinga sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey. Sjá einnig: Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts DowneyRobert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, hlaut lögmannsréttindi á ný þann 15. júní síðastliðinn. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Meðal skilyrða þess að fá uppreist æru er að tveir einstaklingar sendi inn umsögn um góða hegðun viðkomandi. Í tilkynningu ráðuneytisins er vísað í að viðkvæmar persónuupplýsingar séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Af þeim sökum afhendir ráðuneytið ekki gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru.“ Benedikt segir í stöðuuppfærslu sinni að með því að neita almenningi um þessar upplýsingar sé mannorð og æra fjölda heiðarlegs fólks sem starfi í ráðuneytinu í húfi. Hann bætir auk þess við: „Þvi ef þessu verður ekki svarað og hinir „valinkunnu menn“ verða áfram „huldumenn“ ef gögn finnast ekki og yfirhylming og undanbrögðum verður áfram beitt fer sá grunur að skjóta rótum að hér geti verið um að ræða NET BARNANÍÐINGA sem teygir sig gegnum stjórnsýsluna og upp í gegnum Innanríkisráðuneytið.“Stöðuuppfærslan í heild sinni:
Tengdar fréttir Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00
Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14
Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00
Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00
„Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27
Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00