Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Benedikt Bóas skrifar 7. júlí 2017 06:00 Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á. Vísir/Stefán Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segist ekki vita um fleiri stúlkur sem Robert hafi brotið á en séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. Á miðvikudag lagði kona fram kæru á hendur Downey fyrir kynferðsbrot og sagði hún sögu sína í fréttum RÚV í gær. Voru brotin af svipuðum toga og hann var sakfelldur fyrir árið 2008. Hann fékk uppreist æru fyrir skömmu en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum. „Anna Katrín, konan sem steig fram í gær, var búin að vera í sambandi við dóttur mína og sækja styrk til hennar, eins og Halla Ólöf sem steig fram í síðustu viku. Við erum í sambandi við fullt af fólki en ég veit ekki af fleiri stúlkum, ekki ennþá. Áður voru þær fjórar en eru nú orðnar sex sem vitað er um. Séu fleiri þarna úti sem hann hefur brotið á auglýsi ég eftir þeim og býð þeim að hafa samband við mig eða Nínu Rún dóttur mína og við förum varlega með allar upplýsingar sem okkur er trúað fyrir. Þær tvær sem hafa stigið fram eftir að Robert fékk lögmannsréttindin hafa átt trúnað okkar þangað til að þær tóku ákvörðun um það sjálfar að segja sína sögu. Þær eru hetjur. Það er hægt að finna okkur á Facebook og senda skilaboð þar og við höfum líka haft aðgang að lögfræðingum sem eru fúsir til að hjálpa,“ segir Bergur en hann vill benda fólki á myllumerkið #höfumhátt þar sem hægt er að sjá flestar umfjallanir um málið. Tengdar fréttir Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segist ekki vita um fleiri stúlkur sem Robert hafi brotið á en séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. Á miðvikudag lagði kona fram kæru á hendur Downey fyrir kynferðsbrot og sagði hún sögu sína í fréttum RÚV í gær. Voru brotin af svipuðum toga og hann var sakfelldur fyrir árið 2008. Hann fékk uppreist æru fyrir skömmu en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum. „Anna Katrín, konan sem steig fram í gær, var búin að vera í sambandi við dóttur mína og sækja styrk til hennar, eins og Halla Ólöf sem steig fram í síðustu viku. Við erum í sambandi við fullt af fólki en ég veit ekki af fleiri stúlkum, ekki ennþá. Áður voru þær fjórar en eru nú orðnar sex sem vitað er um. Séu fleiri þarna úti sem hann hefur brotið á auglýsi ég eftir þeim og býð þeim að hafa samband við mig eða Nínu Rún dóttur mína og við förum varlega með allar upplýsingar sem okkur er trúað fyrir. Þær tvær sem hafa stigið fram eftir að Robert fékk lögmannsréttindin hafa átt trúnað okkar þangað til að þær tóku ákvörðun um það sjálfar að segja sína sögu. Þær eru hetjur. Það er hægt að finna okkur á Facebook og senda skilaboð þar og við höfum líka haft aðgang að lögfræðingum sem eru fúsir til að hjálpa,“ segir Bergur en hann vill benda fólki á myllumerkið #höfumhátt þar sem hægt er að sjá flestar umfjallanir um málið.
Tengdar fréttir Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00