Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2017 00:04 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Róberti vísir/gva Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut þriggja ára dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. Hann fékk í dag lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar en í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir að tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Nína segir að forseti Íslands hafi brugðist henni. Nína Rún, sem er 26 ára í dag, ritar færslu á Facebook-síðu sína í kvöld en hún var á 15. ári þegar Robert braut gegn henni. Þau töluðu saman á netinu og hittust tvisvar sinnum. Í færslu sinni segist Nína hafa grátið þegar hún las fréttir af því í dag að Robert væri kominn með lögmannsréttindi á ný og í samtali við Vísi segir hún að sér hafi verið mjög brugðið. „Ég hreinlega trúði þessu ekki og varð mjög reið og leið. Ég grét og varð nánast dofin. Ég er ennþá í smá sjokki en allur stuðningurinn sem ég hef fengið eftir að ég setti færsluna inn er ómetanlegur. Svo á ég líka æðislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér,“ segir Nína Rún.Nína Rún Bergsdóttir.Spyr hvaða rök liggja að baki ákvörðun forsetans Á Facebook segir Nína Rún að íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni. „Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um. Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt/horft á ákveðnar myndir/farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér útaf þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því..? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“ segir Nína Rún í færslunni. Þá beinir hún spurningu til forseta Íslands í samtali við Vísi: „Hvaða rök liggja að baki uppreist æru Róberts Árna? Hann hefur aldrei iðrast né lofað betrun, heldur lætur hann eins og fórnarlamb.“ Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut þriggja ára dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. Hann fékk í dag lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar en í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir að tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Nína segir að forseti Íslands hafi brugðist henni. Nína Rún, sem er 26 ára í dag, ritar færslu á Facebook-síðu sína í kvöld en hún var á 15. ári þegar Robert braut gegn henni. Þau töluðu saman á netinu og hittust tvisvar sinnum. Í færslu sinni segist Nína hafa grátið þegar hún las fréttir af því í dag að Robert væri kominn með lögmannsréttindi á ný og í samtali við Vísi segir hún að sér hafi verið mjög brugðið. „Ég hreinlega trúði þessu ekki og varð mjög reið og leið. Ég grét og varð nánast dofin. Ég er ennþá í smá sjokki en allur stuðningurinn sem ég hef fengið eftir að ég setti færsluna inn er ómetanlegur. Svo á ég líka æðislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér,“ segir Nína Rún.Nína Rún Bergsdóttir.Spyr hvaða rök liggja að baki ákvörðun forsetans Á Facebook segir Nína Rún að íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni. „Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um. Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt/horft á ákveðnar myndir/farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér útaf þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því..? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“ segir Nína Rún í færslunni. Þá beinir hún spurningu til forseta Íslands í samtali við Vísi: „Hvaða rök liggja að baki uppreist æru Róberts Árna? Hann hefur aldrei iðrast né lofað betrun, heldur lætur hann eins og fórnarlamb.“
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33
„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00