Miðjumaðurinn magnaði Andres Iniesta virðist gera sér grein fyrir því að næsta tímabil verði líklega hans síðasta í búningi Barcelona.
Þessi 33 ára leikmaður verður samningslaus næsta sumar og miðað við hvernig hlutirnir hafa þróast í vetur er ólíklegt að hann verði lengur en það hjá félaginu.
Iniesta var aðeins 13 sinnum í byrjunarliði Barcelona í vetur og að hluta til þar sem hann var mikið meiddur. Hann á ekki lengur öruggt sæti í liðinu.
„Ég ætla bara að klára minn samning. Ég vil gera það og svo þarf ég að skoða framhaldið,“ sagði Iniesta.
„Það hefur mikið breyst á þessu síðasta tímabili og ég þarf að læra að meta ákveðna hluti. Þegar kemur að því að ég fari þá verður það í góðu á milli mín og félagsins.“
Iniesta á líklega aðeins eitt tímabil eftir hjá Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



