Danski framherjinn Jeppe Hansen byrjar tímabilið af krafti en hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Keflavíkur á Leikni F. í Inkasso-deildinni í dag.
Jeppe skoraði sömuleiðis í 1-1 jafnteflinu við Leikni R. í 1. umferðinni og er því kominn með þrjú mörk í tveimur leikjum í Inkasso-deildinni.
Með sigrinum komst Keflavík upp í 2. sæti deildarinnar. Leiknir F. er hins vegar í því tíunda með eitt stig.
Jeppe skoraði fyrsta mark leiksins í dag þegar hann skallaði fyrirgjöf Jurajs Grizelj í netið á 41. mínútu.
Jeppe bætti svo öðru marki við á 74. mínútu og það var í glæsilegri kantinum. Daninn klippti þá boltann smekklega í markið.
Reynsluboltinn Jóhann Birnir Guðmundsson negldi svo síðasta naglann í kistu Leiknismanna þegar hann skoraði þriðja mark Keflvíkinga fimm mínútum fyrir leikslok.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Jeppinn keyrði yfir Leiknismenn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn







Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti
