Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. október 2017 06:00 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, ásamt fulltrúum sýslumanns og lögmanni Glitnis Holdco á dómþingi á skrifstofu blaðsins í gær. Ritstjóri Stundarinnar kallar eftir því að kjörnir fulltrúar beiti sér fyrir því að gera íslenskt lagaumhverfi gegnsærra. Ákallið fylgir í kjölfar lögbannskröfu eignarhaldsfélags Glitnis á frekari fréttaflutning úr gögnum frá hinum fallna banka. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Föstudaginn fyrir helgi fór Glitnir HoldCo., eignarhaldsfélag Glitnis, þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnum þeim sem Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Að auki var gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Fulltrúi sýslumanns mætti á ritstjórn Stundarinnar í gær þar sem málið var afgreitt.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. „Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að neyta stöðu sinnar til að breyta lagaumhverfi þegar kemur að fjölmiðlum og gagnsæi,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. „Þetta sýnir að við sem samfélag náðum ekki að bregðast við vandamálum leyndarhyggjunnar, kerfið og lagaumhverfið hefur ekki verið uppfært.“ Jón Trausti segir að miðað við upplýsingar frá fulltrúa sýslumanns muni að öllum líkindum ekki nást að birta frekari umfjöllun byggða á Glitnisgögnunum fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Stundin hafi lagt sérstaka áherslu á að flýta fréttaflutningnum svo hann yrði ekki of nærri kosningunum. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleira um þau eigi erindi til almennings,“ segir hann. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær að félagið mótmælti og fordæmdi þessar aðgerðir. Sýslumaður ætti ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. „Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela,“ sagði Hjálmar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar kallar eftir því að kjörnir fulltrúar beiti sér fyrir því að gera íslenskt lagaumhverfi gegnsærra. Ákallið fylgir í kjölfar lögbannskröfu eignarhaldsfélags Glitnis á frekari fréttaflutning úr gögnum frá hinum fallna banka. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Föstudaginn fyrir helgi fór Glitnir HoldCo., eignarhaldsfélag Glitnis, þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnum þeim sem Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Að auki var gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Fulltrúi sýslumanns mætti á ritstjórn Stundarinnar í gær þar sem málið var afgreitt.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. „Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að neyta stöðu sinnar til að breyta lagaumhverfi þegar kemur að fjölmiðlum og gagnsæi,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. „Þetta sýnir að við sem samfélag náðum ekki að bregðast við vandamálum leyndarhyggjunnar, kerfið og lagaumhverfið hefur ekki verið uppfært.“ Jón Trausti segir að miðað við upplýsingar frá fulltrúa sýslumanns muni að öllum líkindum ekki nást að birta frekari umfjöllun byggða á Glitnisgögnunum fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Stundin hafi lagt sérstaka áherslu á að flýta fréttaflutningnum svo hann yrði ekki of nærri kosningunum. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleira um þau eigi erindi til almennings,“ segir hann. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær að félagið mótmælti og fordæmdi þessar aðgerðir. Sýslumaður ætti ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. „Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela,“ sagði Hjálmar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03