„Þetta var mögnuð björgun“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2017 22:00 Maðurinn er talinn hafa verið í ánni í 15 til 20 mínútur. Vísir/Magnús Hlynur „Þetta var mögnuð björgun,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, um vinnu björgunarsveitarfólks við erfiðar aðstæður eftir að maður stökk út í Ölfusá um klukkan átta í kvöld. Maðurinn ók bíl á brúarhandrið Ölfusárbrúar og stökk þaðan út í ána, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi um málið. Styrmir segir manninn hafa verið í ánni í fimmtán til tuttugu mínútur áður en björgunarmenn náðu honum á land. Þá hafði hann borist um einn og hálfan kílómetra með straumnum. Talið er að hann hafi verið nokkrar mínútur í kafi. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunarmenn náðu honum á land og þurfti að beita endurlífgunartilraunum. Maðurinn andaði sjálfur þegar farið var með hann um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttökuna í Fossvogi.Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Vísir/Magnús HlynurVar sjálfur á leið yfir brúna Styrmir var sjálfur ekki á vakt þegar tilkynning um málið barst viðbragðsaðilum um áttaleytið í kvöld heldur á ferðinni í bíl yfir Ölfusárbrú. Hann lagði bíl sínum hjá Pylsuvagninum á Selfossi og byrjaði að fylgja manninum eftir. Vitni sögðu manninn hafa ekið á miklum hraða að brúnni áður en hann stökk út í ána. „Menn löbbuðu niður eftir ánni, lögregla og sjúkraflutningamenn, til að halda sjónum á honum þar til bátarnir komu. Það tókst frábærlega,“ segir Styrmir.Fundur björgunarfélagsins mikið happ Meðlimir Björgunarfélags Árborgar voru að funda í húsakynnum björgunarfélagsins við Árveg, sem er við Ölfusá, og voru því snöggir til þegar tilkynningin barst. Húsið er 600-700 metra austan af brúnni. „Það var mikið happ að þessi fundur var hjá björgunarfélaginu. Þeir voru óhugnanlega fljótir að koma bátunum á flot. Þetta voru bara örfáar mínútur sem er grjótmagnað viðbragð. Þessi straumvatnsbjörgunarflokkur hjá Björgunarfélagi Árborgar er einn sá besti hér á landi og þó víðar væri leitað. Þeir æfa mjög stíft hér í kringum straumvötnin og það er er að skila sér alveg greinilega,“ segir Styrmir.Hér má sjá vegalengdina á milli Ölfusárbrúar og húsakynna Björgunarfélags Árborgar, við Árveg á Selfossi.Loftmyndir ehf.Mikill erill hefur verið hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi því fyrr í kvöld höfðu sjúkraflutningamenn sinnt útkalli í uppsveitum þar sem maður hafði klemmst á milli tveggja dráttarvéla. Var þyrla Landhelgisgæslunnar nýbúin að flytja hann í bæinn þegar tilkynningin barst um slysið við Ölfusárbrú. Þeir sem urðu vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið á Ölfusárbrú eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi á Facebook-síðu hennar, í tölvupóstfangið sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.Uppfært klukkan 0:05 Búið er að opna fyrir umferð um Ölfusá. Tengdar fréttir Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Þetta var mögnuð björgun,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, um vinnu björgunarsveitarfólks við erfiðar aðstæður eftir að maður stökk út í Ölfusá um klukkan átta í kvöld. Maðurinn ók bíl á brúarhandrið Ölfusárbrúar og stökk þaðan út í ána, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi um málið. Styrmir segir manninn hafa verið í ánni í fimmtán til tuttugu mínútur áður en björgunarmenn náðu honum á land. Þá hafði hann borist um einn og hálfan kílómetra með straumnum. Talið er að hann hafi verið nokkrar mínútur í kafi. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunarmenn náðu honum á land og þurfti að beita endurlífgunartilraunum. Maðurinn andaði sjálfur þegar farið var með hann um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttökuna í Fossvogi.Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Vísir/Magnús HlynurVar sjálfur á leið yfir brúna Styrmir var sjálfur ekki á vakt þegar tilkynning um málið barst viðbragðsaðilum um áttaleytið í kvöld heldur á ferðinni í bíl yfir Ölfusárbrú. Hann lagði bíl sínum hjá Pylsuvagninum á Selfossi og byrjaði að fylgja manninum eftir. Vitni sögðu manninn hafa ekið á miklum hraða að brúnni áður en hann stökk út í ána. „Menn löbbuðu niður eftir ánni, lögregla og sjúkraflutningamenn, til að halda sjónum á honum þar til bátarnir komu. Það tókst frábærlega,“ segir Styrmir.Fundur björgunarfélagsins mikið happ Meðlimir Björgunarfélags Árborgar voru að funda í húsakynnum björgunarfélagsins við Árveg, sem er við Ölfusá, og voru því snöggir til þegar tilkynningin barst. Húsið er 600-700 metra austan af brúnni. „Það var mikið happ að þessi fundur var hjá björgunarfélaginu. Þeir voru óhugnanlega fljótir að koma bátunum á flot. Þetta voru bara örfáar mínútur sem er grjótmagnað viðbragð. Þessi straumvatnsbjörgunarflokkur hjá Björgunarfélagi Árborgar er einn sá besti hér á landi og þó víðar væri leitað. Þeir æfa mjög stíft hér í kringum straumvötnin og það er er að skila sér alveg greinilega,“ segir Styrmir.Hér má sjá vegalengdina á milli Ölfusárbrúar og húsakynna Björgunarfélags Árborgar, við Árveg á Selfossi.Loftmyndir ehf.Mikill erill hefur verið hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi því fyrr í kvöld höfðu sjúkraflutningamenn sinnt útkalli í uppsveitum þar sem maður hafði klemmst á milli tveggja dráttarvéla. Var þyrla Landhelgisgæslunnar nýbúin að flytja hann í bæinn þegar tilkynningin barst um slysið við Ölfusárbrú. Þeir sem urðu vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið á Ölfusárbrú eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi á Facebook-síðu hennar, í tölvupóstfangið sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.Uppfært klukkan 0:05 Búið er að opna fyrir umferð um Ölfusá.
Tengdar fréttir Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31