Framúrskarandi Íslendingur talar fyrir lesskilningi og lestraránægju Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 22:28 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Ævar Þór Benediktsson, verðlaunahafi. Vísir/Anton Brink „Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira