Einstök staða í frönskum stjórnmálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Emmanuel Macron er kvæntur Brigitte Marie-Claude Macron. Hún er tæpum 25 árum eldri en hann og kenndi honum í menntaskóla. Vísir/EPA Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“