Einstök staða í frönskum stjórnmálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Emmanuel Macron er kvæntur Brigitte Marie-Claude Macron. Hún er tæpum 25 árum eldri en hann og kenndi honum í menntaskóla. Vísir/EPA Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00