McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:20 John McCain. Vísir/EPA John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“ Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara. Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana. John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið. Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“ Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara. Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana. John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið.
Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45