Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:15 Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna. Visir/GVA Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna skorar á formann samtakanna að segja af sér og sakar hann um að hafa komið samtökunum á kaldan klaka með óhóflegum fjárútlátum án samráðs við stjórn samtakanna. Varaformaður samtakanna segir stjórnina ekki telja að formaðurinn hafi gerst sekur um lögbrot í starfi. Ólafur Arnarson hagfræðingur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna hinn 22. október í fyrra. Hann tók einnig fljótlega við starfi framkvæmdastjóra samtakanna en var sagt upp störfum í byrjun maí. Skýringin sem var gefin var ráðningarsamningur hans hafi ekki verið borinn undir stjórnina og skuldbindingar varðandi rekstur bifreiðar hafi verið án vitneskju stjórnar. Hinn 30 júní var síðan öllum sjö starfsmönnum Neytendasamtakanna sagt upp störfum og endurskipulagning boðuð. Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. „Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegna óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ segir m.a. í yfirlýsingu meirihluta stjórnarinnar á vef Neytendasamtakanna. Grípa þurfi til aðgerða til að bjarga Neytendasamtökunum sem ekki verði gert með formanninn innanborðs. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir stjórnina ekki telja formanninn hafa brotið lög í starfi. „Ég sé það ekki. Nei ég get ekki séð það,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur formaður sem og öll stjórn Neytendasamtakanna eru kjörin til tveggja ára og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að formaður sitji fram að næsta þingi á næsta ári eða boðað til aukaþings. „Það eru einhver ákvæði um að það megi efna til aukaþings. En það er ekki ljóst hvað sé hægt að gera á því aukaþingi,“ segir varaformaðurinn. Hins vegar hafi verið ákveðið að boða til félagsfundar í ágúst. „Þá ætlum við að heyra í fólki. En það eru mörg þúsund félagsmenn. Það er mjög erfitt að fá einhverja þversniðsmynd af hug allra félagsmanna,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur sé ekki grunað um að taka sér fé í eigin þágu. „Nei þetta voru náttúrlega verkefni á vegum samtakanna vissulega. En eins og í öllum rekstri þarf alltaf að gæta að jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Það var greinilega alltaf væntingar um auknar tekjur í framtíðinni. En þegar þær væntingar standast ekki og búið er að efna til útgjaldanna þá þarf náttúrlega að grípa einhvern veginn inn i,“ segir Stefán Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna skorar á formann samtakanna að segja af sér og sakar hann um að hafa komið samtökunum á kaldan klaka með óhóflegum fjárútlátum án samráðs við stjórn samtakanna. Varaformaður samtakanna segir stjórnina ekki telja að formaðurinn hafi gerst sekur um lögbrot í starfi. Ólafur Arnarson hagfræðingur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna hinn 22. október í fyrra. Hann tók einnig fljótlega við starfi framkvæmdastjóra samtakanna en var sagt upp störfum í byrjun maí. Skýringin sem var gefin var ráðningarsamningur hans hafi ekki verið borinn undir stjórnina og skuldbindingar varðandi rekstur bifreiðar hafi verið án vitneskju stjórnar. Hinn 30 júní var síðan öllum sjö starfsmönnum Neytendasamtakanna sagt upp störfum og endurskipulagning boðuð. Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. „Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegna óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ segir m.a. í yfirlýsingu meirihluta stjórnarinnar á vef Neytendasamtakanna. Grípa þurfi til aðgerða til að bjarga Neytendasamtökunum sem ekki verði gert með formanninn innanborðs. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir stjórnina ekki telja formanninn hafa brotið lög í starfi. „Ég sé það ekki. Nei ég get ekki séð það,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur formaður sem og öll stjórn Neytendasamtakanna eru kjörin til tveggja ára og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að formaður sitji fram að næsta þingi á næsta ári eða boðað til aukaþings. „Það eru einhver ákvæði um að það megi efna til aukaþings. En það er ekki ljóst hvað sé hægt að gera á því aukaþingi,“ segir varaformaðurinn. Hins vegar hafi verið ákveðið að boða til félagsfundar í ágúst. „Þá ætlum við að heyra í fólki. En það eru mörg þúsund félagsmenn. Það er mjög erfitt að fá einhverja þversniðsmynd af hug allra félagsmanna,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur sé ekki grunað um að taka sér fé í eigin þágu. „Nei þetta voru náttúrlega verkefni á vegum samtakanna vissulega. En eins og í öllum rekstri þarf alltaf að gæta að jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Það var greinilega alltaf væntingar um auknar tekjur í framtíðinni. En þegar þær væntingar standast ekki og búið er að efna til útgjaldanna þá þarf náttúrlega að grípa einhvern veginn inn i,“ segir Stefán Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39