Á 72. mínútu fór vökvunarkerfið á vellinum á Algarve nefnilega í gang.
Leikmenn liðanna vissu ekki á hvað þá stóð veðrið enda uppákoman öll sú furðulegasta og í raun ótrúlegt að svona lagað geti gerst í landsleik.
Vallarstarfsmenn voru þó fljótir til, fóru inn á völlinn og stöppuðu úðarana niður.
Staðan þegar 10 mínútur eru til leiksloka er 1-1.
Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.
Það verður eflaust einhver tekinn á teppið eftir þetta havarí #AlgarveCup pic.twitter.com/8aiY12zAOX
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 1, 2017